Stöðvaður í millilendingu en ætlar að dvelja á Íslandi til æviloka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 15. júní 2015 20:00 Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Þrjátíu og tveir einstaklingar verða íslenskir ríkisborgarar samkvæmt nýju frumvarpi sem bíður afgreiðslu Alþingis. Þær eru ólíkar sögurnar á bak við listann með nöfnum nýrra ríkisborgara, en margir hafa þurft að berjast fyrir þessum áfanga með blóði svita og tárum, þrátt fyrir að koma úr aðstæðum sem oft og tíðum eru skelfilegar. Meðal þeirra einstaklinga sem er að finna á listanum yfir nýja ríkisborgara sem bíða samþykktar Alþingis er Hassan Raza Akbari frá Afganistan. Hassan var á leið til Kanada en millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Hann var þá nauðbeygður að sækja um hæli hér þótt hann hefði stefnt vestur um haf. Hazann stakk af að heiman ásamt kærustu sinni til að ganga í hjónaband en hún var barnshafandi. Hjónabandið var í óþökk fjölskyldu brúðarinnar þannig að þegar þau sneru aftur fjórum mánuðum seinna beið þeirra grimmileg hefnd. Hún féll fyrir hendi föður síns en Hazann var sendur af ættingjum sínum til Grikklands. Hann varð þar fyrir hnífaárás samlanda sinna og ætlaði því að reyna að komast til Kanada. Hann millilenti hér á landi og var þá stöðvaður. Þá átti hann engra annarra kosta völ en að sækja um hæli hér í miðju efnahagshruninu. Hann hefur gert ýmislegt til að falla inn í íslenskt samfélag, unnið sem aðstoðarmaður í eldhúsi og bílstjóri svo eitthvað sé nefnt. Fyrir fyrsta starfið sitt fékk hann engin laun eftir þriggja mánaða vinnu þar sem fyrirtækið varð gjaldþrota. Hann segir engan vafa leika á því að hér ætli hann að dvelja til æviloka, hann líti á sig sem Íslending og Ísland sé hans heimaland. Hann segist þakklátur og ætlar að halda uppá daginn þegar Alþingi afgreiðir málið.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira