Davíð sagði „algjöra einingu“ um neyðarlán til Kaupþings Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 19:48 Vegna lögbundins sjálfstæðis Seðlabankans getur ríkisstjórnin ekki gefið bankanum bein fyrirmæli um lánveitingar. Bæði fyrrverandi seðlabankastjóri og aðallögfræðingur Seðlabankans hafa sagt það hafa verið ákvörðun bankans að veita Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán 6. október 2008. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina vakti athygli en þar fjallar höfundur um þá ákvörðun Seðlabankans að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra hinn 6. október 2008, jafnvirði um 80 milljarða króna. Tjón skattgreiðenda vegna þessarar lánveitingar er 35 milljarðar króna. Tjónið varð meðal annars vegna þess hvernig haldið var á eignarhlut Seðlabankans í danska FIH bankanum eftir hrunið en tekið var allsherjarveð í bankanum þegar lánið var veitt. Lesa má úr dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu svokallaða að Kaupþing banki hafi verið í alvarlegum rekstrarvanda tveimur vikum áður en neyðarlánið var veitt. Í dóminum er t.d. vitnað í tölvubréf sem Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka sendi 23. september 2008, eftir að búið var að ganga frá Al-Thani fléttunni, þar sem Hreiðar talar um að setja þurfi bankann í „crisis mode“ vegna lausafjárvanda. Bankinn var með öðrum orðum að fara á hausinn en fékk samt nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni tveimur vikum síðar, hinn 6. október. Í Reykjavíkurbréf sem birtist í Morgunblaðinu um helgina segir m.a: „(Þ)ar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að íslenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni..“ Annar tveggja ritstjóra blaðsins er Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri.Sjálfstæð stofnun að lögum Í lögum um Seðlabanka Íslands kemur fram að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Þá kemur fram í lögunum að Seðlabankinn geti veitt lánastofnunum, sem geta átt innlánsviðskipti við bankann, lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem bankinn metur gildar. Þar segir jafnframt að þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán. Ljóst er að ríkisstjórnin getur ekki gefið Seðlabankanum bindandi fyrirmæli um einstakar lánveitingar vegna sjálfstæðis bankans. Þá leiðir af lögbundnu hlutverki bankans að bankastjórn tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja af því tagi sem Kaupþing banki fékk í umrætt sinn. Tilkynnti sjálfur bankastjóra Kaupþings um lánið Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi 7. október 2008 að það hefði verið ákvörðun Seðlabankans að veita umrætt neyðarlán. Í viðtalinu var Davíð spurður: Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining. Davíð svaraði: „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum.“ Þá sagði Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur Seðlabankans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að þetta hefði verið ákvörðun Seðlabankans. Orðrétt sagði Sigríður: „...Kaupþing er í vandræðum og það endar með því að Seðlabankinn ákveður að lána Kaupþingi gegn veði í öllum FIH-bankanum og það er sem sagt ákveðið á hádegi.“ (RNA, 7. bindi bls. 124). Ljóst er að bankastjórn Seðlabankans vildi að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra væri samþykkur lánveitingunni til Kaupþings banka til að styrkja umgjörð ákvörðunarinnar. Hefur Geir sjálfur sagt að hann hafi verið samþykkur lánveitingunni enda hafi verið litið svo á að með umræddu láni væri verið að freista þess að bjarga bankanum. Málið var ekki rætt sérstaklega í ríkisstjórninni. Hins vegar höfðu hvorki seðlabankastjóri né forsætisráðherra örugga vitneskju um raunverulega stöðu Kaupþings banka á þessum tíma og því var lánið veitt í góðri trú. Tengdar fréttir Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Vegna lögbundins sjálfstæðis Seðlabankans getur ríkisstjórnin ekki gefið bankanum bein fyrirmæli um lánveitingar. Bæði fyrrverandi seðlabankastjóri og aðallögfræðingur Seðlabankans hafa sagt það hafa verið ákvörðun bankans að veita Kaupþingi 500 milljóna evra neyðarlán 6. október 2008. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um helgina vakti athygli en þar fjallar höfundur um þá ákvörðun Seðlabankans að lána Kaupþingi banka 500 milljónir evra hinn 6. október 2008, jafnvirði um 80 milljarða króna. Tjón skattgreiðenda vegna þessarar lánveitingar er 35 milljarðar króna. Tjónið varð meðal annars vegna þess hvernig haldið var á eignarhlut Seðlabankans í danska FIH bankanum eftir hrunið en tekið var allsherjarveð í bankanum þegar lánið var veitt. Lesa má úr dómi Hæstaréttar í Al-Thani málinu svokallaða að Kaupþing banki hafi verið í alvarlegum rekstrarvanda tveimur vikum áður en neyðarlánið var veitt. Í dóminum er t.d. vitnað í tölvubréf sem Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings banka sendi 23. september 2008, eftir að búið var að ganga frá Al-Thani fléttunni, þar sem Hreiðar talar um að setja þurfi bankann í „crisis mode“ vegna lausafjárvanda. Bankinn var með öðrum orðum að fara á hausinn en fékk samt nær allan tiltækan gjaldeyrisforða íslenska ríkisins að láni tveimur vikum síðar, hinn 6. október. Í Reykjavíkurbréf sem birtist í Morgunblaðinu um helgina segir m.a: „(Þ)ar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að íslenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni..“ Annar tveggja ritstjóra blaðsins er Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri.Sjálfstæð stofnun að lögum Í lögum um Seðlabanka Íslands kemur fram að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Þá kemur fram í lögunum að Seðlabankinn geti veitt lánastofnunum, sem geta átt innlánsviðskipti við bankann, lán með kaupum á verðbréfum eða á annan hátt gegn tryggingum sem bankinn metur gildar. Þar segir jafnframt að þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán. Ljóst er að ríkisstjórnin getur ekki gefið Seðlabankanum bindandi fyrirmæli um einstakar lánveitingar vegna sjálfstæðis bankans. Þá leiðir af lögbundnu hlutverki bankans að bankastjórn tekur ákvarðanir um lánveitingar til þrautavara til fjármálafyrirtækja af því tagi sem Kaupþing banki fékk í umrætt sinn. Tilkynnti sjálfur bankastjóra Kaupþings um lánið Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri sagði sjálfur í viðtali í Kastljósi 7. október 2008 að það hefði verið ákvörðun Seðlabankans að veita umrætt neyðarlán. Í viðtalinu var Davíð spurður: Varstu sammála þeirri aðgerð að veita Kaupþingi þetta lán? Það var orðrómur um ágreining. Davíð svaraði: „Það var algjör eining um það og ég tilkynnti bankastjóra Kaupþings það að það hefði verið niðurstaðan. Það hefur verið eining milli okkar þriggja félaganna í öllum málum.“ Þá sagði Sigríður Logadóttir aðallögfræðingur Seðlabankans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að þetta hefði verið ákvörðun Seðlabankans. Orðrétt sagði Sigríður: „...Kaupþing er í vandræðum og það endar með því að Seðlabankinn ákveður að lána Kaupþingi gegn veði í öllum FIH-bankanum og það er sem sagt ákveðið á hádegi.“ (RNA, 7. bindi bls. 124). Ljóst er að bankastjórn Seðlabankans vildi að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra væri samþykkur lánveitingunni til Kaupþings banka til að styrkja umgjörð ákvörðunarinnar. Hefur Geir sjálfur sagt að hann hafi verið samþykkur lánveitingunni enda hafi verið litið svo á að með umræddu láni væri verið að freista þess að bjarga bankanum. Málið var ekki rætt sérstaklega í ríkisstjórninni. Hins vegar höfðu hvorki seðlabankastjóri né forsætisráðherra örugga vitneskju um raunverulega stöðu Kaupþings banka á þessum tíma og því var lánið veitt í góðri trú.
Tengdar fréttir Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. 21. febrúar 2015 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16