Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Telma Tómasson skrifar 9. nóvember 2015 19:34 Hollensk móðir segir meðferð á greindarskertum syni sínum í íslensku fangelsi hneyksli. Hann hafi lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. Telma Tómasson ræddi við hana fyrir kvöldfréttir Stöðvar tvö. Hollenski maðurinn, Angelo Uijleman, var handtekinn ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi í tengslum við rannsókn á smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu.Gea vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Hann hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. september, sem hefur verið gagnrýnt mjög þar sem hann er greindarskertur og skilur ekki aðstæður að sögn móður hans. Hún býr í bænum Wageningen í Hollandi, og vissi vikum saman ekki hvar sonurinn var niðurkominn, hvað þá að hún næði tali af honum. Símtal var loks leyft í síðustu viku, undir eftirliti lögreglu.Grét og sagðist hafa gengið í gildru „Ég fékk að tala við hann 4. nóvember eftir að við fórum fram á það sjálf,“ segir Gea Uijleman, móðir Angelos. „Okkur fannst ekki eðlilegt að móðir fengi ekki fregnir af syni sínum í 5-6 vikur. Þetta er algert hneyksli, ég gat ekki ímyndað mér að svona gæti átt sér stað.“ Samtalið varði aðeins í örfáar mínútur.Var símtalið mjög tilfinningaþrungið?„Það var svo þrungið tilfinningu að ég hugsaði: „Hvað er að gerast?““ segir Gea. „Hann var við það að bugast. Hann grét bara og grét og sagði: „Af hverju er ég innilokaður hér, ég hef gengið í gildru. Ég er hér í algerri einangrun.““Fíkniefnin komu hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn.Veit ekki hver næstu skref verða Fjölskyldan vill ekki firra manninn ábyrgð, en móðir hans segir þó að honum sé ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Hún segir Angelo afar trúgjarnan og fullyrðir að hann hafi haldið að hann væri að sendast með pakka fyrir vinnuveitanda sinn, en Angelo starfaði við sendlastörf í Hollandi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum og meintum samverkamönnum rennur út á morgun en Gea veit ekki hvað bíður hans í framhaldinu. „Ég veit ekki hver næstu skref eru,“ segir hún. „Ég bíð bara dag eftir dag því ég veit ekki hvað koma skal. Ég veit það í alvöru ekki.“ Hún vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni sínum lið, með stuðningi eða öðrum gjörðum. „Ég get auðvitað ekki náð tali af þessu fólki og ég veit ekki heldur um allt sem hefur gerst, en ég vil þó þakka öllum fyrir að hjálpa syni mínum.“ Tengdar fréttir Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hollensk móðir segir meðferð á greindarskertum syni sínum í íslensku fangelsi hneyksli. Hann hafi lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. Telma Tómasson ræddi við hana fyrir kvöldfréttir Stöðvar tvö. Hollenski maðurinn, Angelo Uijleman, var handtekinn ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi í tengslum við rannsókn á smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu.Gea vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Hann hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. september, sem hefur verið gagnrýnt mjög þar sem hann er greindarskertur og skilur ekki aðstæður að sögn móður hans. Hún býr í bænum Wageningen í Hollandi, og vissi vikum saman ekki hvar sonurinn var niðurkominn, hvað þá að hún næði tali af honum. Símtal var loks leyft í síðustu viku, undir eftirliti lögreglu.Grét og sagðist hafa gengið í gildru „Ég fékk að tala við hann 4. nóvember eftir að við fórum fram á það sjálf,“ segir Gea Uijleman, móðir Angelos. „Okkur fannst ekki eðlilegt að móðir fengi ekki fregnir af syni sínum í 5-6 vikur. Þetta er algert hneyksli, ég gat ekki ímyndað mér að svona gæti átt sér stað.“ Samtalið varði aðeins í örfáar mínútur.Var símtalið mjög tilfinningaþrungið?„Það var svo þrungið tilfinningu að ég hugsaði: „Hvað er að gerast?““ segir Gea. „Hann var við það að bugast. Hann grét bara og grét og sagði: „Af hverju er ég innilokaður hér, ég hef gengið í gildru. Ég er hér í algerri einangrun.““Fíkniefnin komu hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn.Veit ekki hver næstu skref verða Fjölskyldan vill ekki firra manninn ábyrgð, en móðir hans segir þó að honum sé ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Hún segir Angelo afar trúgjarnan og fullyrðir að hann hafi haldið að hann væri að sendast með pakka fyrir vinnuveitanda sinn, en Angelo starfaði við sendlastörf í Hollandi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum og meintum samverkamönnum rennur út á morgun en Gea veit ekki hvað bíður hans í framhaldinu. „Ég veit ekki hver næstu skref eru,“ segir hún. „Ég bíð bara dag eftir dag því ég veit ekki hvað koma skal. Ég veit það í alvöru ekki.“ Hún vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni sínum lið, með stuðningi eða öðrum gjörðum. „Ég get auðvitað ekki náð tali af þessu fólki og ég veit ekki heldur um allt sem hefur gerst, en ég vil þó þakka öllum fyrir að hjálpa syni mínum.“
Tengdar fréttir Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00