Vulnicura ein af plötum ársins í erlendum miðlum Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins. Mynd/Getty Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira