Vulnicura ein af plötum ársins í erlendum miðlum Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. desember 2015 09:00 Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins. Mynd/Getty Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira
Árið 2015 hefur sannarlega verið ár Bjarkar en hún hefur komið víða við. Umfjöllun hefur verið mikil og í fjölmiðlum á breiðum grundvelli. Í janúar á þessu ári kom út áttunda breiðskífa Bjarkar sem ber titilinn Vulnicura og hefur hún fengið mikla umfjöllum þetta árið. Eins og menn muna lak platan út í lok janúar en samhliða því var hún einnig gefin út stafrænt. Vulnicura er gefin út af One Little Indian og hefur hún fengið frábæra dóma og skorar hátt á mörgum listum yfir plötur ársins hjá hinum ýmsu miðlum. Platan er talin í mörgum af helstu fjölmiðlum heimsins, sem fjalla um menningu, á meðal áhugaverðust listaverka á sviði tónlistarinnar árið 2015. „Mér finnst þetta vera ein af bestu plötum Bjarkar frá upphafi, ákveðin fullkomnun birtist í tónlistarsköpun hennar á þessari plötu. Hún fer í hóp bestu platna ársins hjá mér. Annars á hver og ein plata sitt móment í núinu en út frá mörgu finnst mér þessi plata vera alveg stórkostleg,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Í heimi tónlistargagnrýnenda er Vulnicura ein af plötum ársins.Björk GuðmundsdóttirÞetta var þó ekki eina útgáfan hennar á árinu því einnig komu út plöturnar Vulnicura Strings, níu útgáfur af 12 tommu Vulnicura Remix og Vulnicura Live sem inniheldur upptökur af tónleikum á árinu. Vulnicura Live kom þó eingöngu út á LP í mjög takmörkuðu upplagi í nóvember og var aðeins seld í Rough Trade-búðunum, þegar þær verslanir höfðu tilkynnt að Vulnicura væri plata ársins. Hún kemur þó út á almennan markað í kringum Grammy-verðlaunahátíðina í febrúar, til að fagna tilnefningu Bjarkar. Platan hennar, Vulnicura, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í flokki alternative-platna en þetta er í fjórtánda sinn sem hún er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Fyrir utan plötuútgáfurnar og tónleikaferðir var sett upp sýning tileinkuð Björk í MoMa, nýlistasafninu í New York. Á sýningunni var blandað saman tónlist, myndefni, hljóðfærum og búningum Bjarkar. Þar var meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búninga, myndefni og upptökur af tónleikum. Sýningin, sem var opnuð í vor, stóð yfir í þrjá mánuði. Björk kom fram á fjölda tónleika víða um heim á árinu en þurfti því miður að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum síðastliðið sumar og haust. Fréttablaðið tók saman niðurstöður nokkurra fjölmiðla erlendis sem settu plötuna á lista yfir plötur ársins. Í nokkrum bandarískum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Time Out New York5. sæti - The New York Times6. sæti – NPR7. sæti - The Washington Post9. sæti - The Denver Post15. sæti – Pitchfork16. sæti - Consequence of Sound28. sæti – Spin Magazine33. sæti - American Songwriter42. sæti - Rolling StoneÍ nokkurm breskum miðlum er Vulnicura í eftirfarandi sætum yfir plötur ársins:2. sæti - Crack Magazine5. sæti – The Guardian5. sæti – The Line Of Best Fit5. sæti - Dazed6. sæti – The Sun11. sæti - Uncut12. sæti – Elle13. sæti – The Wire25. sæti – NME38. sæti – Noisey
Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira