Bíó og sjónvarp

Deadpool sendir frá sér jóladagsskemmtun

Birgir Olgeirsson skrifar
Ný stikla fyrir Deadpool-myndin leit dagsins ljós í dag eins og kvikmyndaver Fox hafði lofað. Í raun er þó um tvær stiklur að ræða, önnur er leyfð öllum en hin er öllu „óþekkari” eins og kvikmyndaverið sjálft orðar það og þar með bönnuð börnum.

Í báðum stiklum má sjá lík og bíla, sem og blótsyrði, fljúga frjálslega eftir skjánum.

Í þessari stiklu fá áhorfendur að sjá meira af meðreiðarsveinum andhetjunnar Wade Wilson, sem gengur undir nafninu Deadpool. Við fáum að kynnast forsögu hans, dauðvona hermaður sem samþykkir að gangast undir tilraunameðferð í von um að lifa.

Í stiklunni sést líka þó nokkuð til illmennis myndarinnar, Ajax, sem svíkur Deadpool og reynir að klófesta konuna hans í þokkabót.

„Góðu" stikluna má sjá hér fyrir neðan en „óþekku" stikluna má sjá inni á vef Deadpool. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×