Innlent

Stjórnmálamaður ársins valinn á Sprengisandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar stjórna því hver verður valinn stjórnmálamaður ársins 2015.
Lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar stjórna því hver verður valinn stjórnmálamaður ársins 2015. Vísir
Sprengisandur leitar að stjórnmálamanni ársins og leitar til hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. 

Sigurjón M. Egilsson verður með áramótaþátt á Sprengisandi á Bylgjunni næsta sunnudag. Farið verður yfir það sem var gert og það sem var ekki gert á árinu 2015.

Það er spennandi ár í vændum í pólitískum skilningi; forsetakosningar, stjórnarskrárbreytingar og margt fleira. Þá leitast Sigurjón við að svara spurningunni um hvernig stjórnmálaflokkarnir eiga eftir að vinna á nýju ári.

Margt góðra gesta verður í þættinum.

Þá verður stjórnmálamaður ársins 2015 tilkynntur. Til að taka þátt í valinu velur þú þann sem þér fannst skara framúr ár því ári sem er að líða hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×