Tekið að hvessa á Suðausturlandi - fylgstu með lægðinni Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 21:45 Veðurstofa varar við ofsaveðri og jafnvel fárviðri í nótt. Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina. Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina.
Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22
Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23
Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent