Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:05 Ríkissaksóknari hefur ákært parið. Vísir Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi. Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi.
Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31