Prince leyfir veröldinni loksins að heyra útgáfuna hans af Creep Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 10:54 Prince hefur þótt ansi sérlundaður en virðist vera að mildast í afstöðu sinni er varðar birtingu tónlistar hans á netinu. Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira