Vilja kynjaskipt verðlaun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2015 18:45 Fimleikasambandið vill að vali á íþróttamanni ársins verði breytt og að framvegis verði valin bæði íþróttakona og íþróttakarl ársins. Aðeins fjórum sinnum á 59 árum hefur kona verið valin íþróttamaður ársins. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda saman hóf í kringum hver áramót þar sem afreksfólk í íþróttum er heiðrað. Þar er tilkynnt hver íþróttamaður ársins en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Íþróttamaður ársins var fyrst verðlaunaður árið 1956. Aðeins fjórum sinnum á þeim 59 árum sem liðin eru síðan þá hefur kona orðið fyrir valinu. Fimleikasamband Íslands gagnrýnir þetta og segir ómögulegt að trúa því að svo mikill munur sé á íþróttaafrekum kynjanna á þessu tímabili. Ljóst sé að konum sé ekki gert jafn hátt undir höfði og körlum. Sambandið hefur því sent áskorun á ÍSÍ og vill að það beiti sér fyrir því að valinu verði breytt og að framvegis verði valin bæði íþróttakona og íþróttakarl ársins. „Konur hafa náð rosalega miklum og góðum árangri en það hefur kannski ekki hlotið hljómgrunn í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Sólveig segir að í nágrannalöndunum séu víðast hvar valin bæði íþróttakona og íþróttakarl ársins. Það sama eigi við hjá sveitarfélögum hér heima og íþróttasamböndunum sjálfum. Stjórn ÍSÍ ræddi áskorunina á fundi sínum í dag og ætlar í framhaldinu að taka málið upp við stjórn Samtaka íþróttafréttamanna. „Þetta er eitthvað sem að menn ræða sín á milli reglulega,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann segir að í ljósi umræðunnar undanfarið og eftir kjörið hvert ár telji hann tímabært að ræða málið aftur. Hann á von á að það verði gert á næsta aðalfundi samtakanna sem verður haldinn í apríl á næsta ári. „Kvenréttindabaráttan hefur staðið lengi og núna er merkilegt ár að því leyti til að þetta er 100 ára kosningaafmælið og það er tilvalið þá að íþróttirnar taki þetta skref og stilli sínu vali þannig að það séu allir jafnir,“ segir Sólveig. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Fimleikasambandið vill að vali á íþróttamanni ársins verði breytt og að framvegis verði valin bæði íþróttakona og íþróttakarl ársins. Aðeins fjórum sinnum á 59 árum hefur kona verið valin íþróttamaður ársins. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda saman hóf í kringum hver áramót þar sem afreksfólk í íþróttum er heiðrað. Þar er tilkynnt hver íþróttamaður ársins en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Íþróttamaður ársins var fyrst verðlaunaður árið 1956. Aðeins fjórum sinnum á þeim 59 árum sem liðin eru síðan þá hefur kona orðið fyrir valinu. Fimleikasamband Íslands gagnrýnir þetta og segir ómögulegt að trúa því að svo mikill munur sé á íþróttaafrekum kynjanna á þessu tímabili. Ljóst sé að konum sé ekki gert jafn hátt undir höfði og körlum. Sambandið hefur því sent áskorun á ÍSÍ og vill að það beiti sér fyrir því að valinu verði breytt og að framvegis verði valin bæði íþróttakona og íþróttakarl ársins. „Konur hafa náð rosalega miklum og góðum árangri en það hefur kannski ekki hlotið hljómgrunn í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Jónsdóttir framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Sólveig segir að í nágrannalöndunum séu víðast hvar valin bæði íþróttakona og íþróttakarl ársins. Það sama eigi við hjá sveitarfélögum hér heima og íþróttasamböndunum sjálfum. Stjórn ÍSÍ ræddi áskorunina á fundi sínum í dag og ætlar í framhaldinu að taka málið upp við stjórn Samtaka íþróttafréttamanna. „Þetta er eitthvað sem að menn ræða sín á milli reglulega,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Hann segir að í ljósi umræðunnar undanfarið og eftir kjörið hvert ár telji hann tímabært að ræða málið aftur. Hann á von á að það verði gert á næsta aðalfundi samtakanna sem verður haldinn í apríl á næsta ári. „Kvenréttindabaráttan hefur staðið lengi og núna er merkilegt ár að því leyti til að þetta er 100 ára kosningaafmælið og það er tilvalið þá að íþróttirnar taki þetta skref og stilli sínu vali þannig að það séu allir jafnir,“ segir Sólveig.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira