Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2015 15:48 Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928. visir/gva Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“ Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“
Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24