Ásmundur sat hjá í atkvæðagreiðslu um afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:20 Ásmundur Friðriksson vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans. Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans.
Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00
Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31