Faðir Magnúsar vandar Símoni „grimma“ ekki kveðjurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2015 11:48 Magnús Guðmundsson á leið í gæsluvarðhald í maí 2010 Vísir/Anton Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira
Guðmundur Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóri og faðir Magnúsar Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, veltir upp þeirri spurningu hvort Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, sé vanhæfur í starfi. Hann sé líklegur til þess að dæma menn eftir því hvernig vindar blása í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðmundar í Morgunblaðinu í dag. Magnús afplánar sem kunnugt er fangelsisdóm að Kvíabryggju eftir að hafa verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að tveimur hrunmálum sem Sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar. Er annars vegar um að ræða Al-Thani málið og hins vegar Marple-málið. Var Símon dómari í báðum málum. Símon er innan lögfræðistéttarinnar og víðar þekktur sem Símon „grimmi“ vegna þess hversu hátt sakfellingarhlutfallið er í málum þar sem hann er dómari.Símon Sigvaldason.Guðmundur vísar til ummæla Símons í viðtali á Rás 2 í síðustu viku þar sem hann sagði að þrýstingur almennings hefði að einhverju leyti áhrif á ákvörðun refsinga en til umræðu voru kynferðisbrotamál. „Það er alveg ábyggilegt að þar hefur viðhorf almennings haft áhrif. Við megum ekki gleyma því að dómstólarnir eru sprottnir upp úr okkar eigin samfélagi og eiga að endurspegla viðhorf okkar til málefna líðandi stundar. Dómararnir koma úr því sama umhverfi. Það er mjög eðlilegt að dómarar endurspegli samfélagsvitundina.“ Dregur Guðmundur þá ályktun að Símon hafi með almenningsálitið að leiðarljósi dæmt son sinn til fangelsisvistar án raunverulegra sannana. Árin eftir hrun hafi almenningur og embætti sérstaks saksóknara kallað eftir blóði. Guðmundur hefði þó talið að dómstólar myndu standa í fæturna „á sama tíma og hið sérstaka saksóknaraembætti beitti ólögmætum aðgerðum eins og að hlera símtöl sakborninga og lögmanna þeirra, meina sakborningum aðgang að gögnum sem sýna fram á sakleysi, tilfangslausum gæsluvarðhöldum og farbönnum svo eitthvað sé nefnt.“Sigurður G. GuðjónssonVísir/GVASigurður G. Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings í málum sérstaks saksóknara, fagnar grein Guðmundar og gagnrýnir embættið sérstaks, ekki í fyrsta skipti. Hann fagnar því að embættið verður lagt niður um áramót en sem kunnugt er kemur embætti héraðssaksóknara við í staðinn. „Sennilega mun enginn sakna þess, nema fréttastofa RÚV og verktakarnir sem grætt hafa á tilvist embættis sérstaks saksóknara. Embættið hefur á hinum skamma líftíma orðið uppvíst af fleiri og alvarlegri brotum gegn réttindum sakaðra manna en dæmi eru um hér á landi,“ segir Sigurður á Facebook.Vísir hefur fjallað ítarlega um hrunmálin undanfarin ár og hér má lesa samantekt um stöðu mála eins og hún var í október síðastliðnum. Síðan hafa meðal annars Birkir Kristinsson og fyrrverandi starfsmenn Glitnis fengið fangelsisdóma staðfesta í Hæstarétti.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira