Innlent

Reykjavík: Sundlaugar og menningarstofnanir loka klukkan 16:30

Atli Ísleifsson skrifar
Laugunum verður lokað klukkan 16:30.
Laugunum verður lokað klukkan 16:30. Mynd/Reykjavíkur
Allar sundlaugar og menningarstofnanir Reykjavíkurborgar munu loka klukkan 16:30 í dag vegna óveðursins sem spáð er á höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn og í kvöld.

Í tilkynningu frá borginni segir að þetta eigi við um Borgarbókasafn – menningarhús, Borgarsögusafn Reykjavíkur (Árbæjarsafn, Landnámssýninguna,Ljósmyndasafn og Sjóminjasafn) og Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn, Hafnarhús og Kjarvalsstaði. Ylströndin er einnig lokuð.

„Höfuðborgarstofa mun halda upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti opinni til kl. 17.00 og hefur stillt saman strengi með Samtökum ferðaþjónustunnar og Landsbjörgu um upplýsingamiðlun til erlendra ferðamanna í borginni.

Þá hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) sent út tilkynningu um að allar íþróttaæfingar falli niður frá og með kl. 15.00 í dag.

Foreldrar hafa verið beðnir um að sækja börn sín í skóla og frístundaheimili fyrir kl. 16:00 í dag.“


Tengdar fréttir

Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.