Innlent

Líkamsræktarstöðvar loka vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu loka margar hverjar vegna veðurs.
Líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu loka margar hverjar vegna veðurs. Vísir/Valli
Allar helstu líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu munu loka klukkan 16 í dag vegna veðurs. Bárust tilmæli frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag um að fólk yrði ekki á ferðinni sídegis að óþörfu og hafa líkamsræktarstöðvarnar svarað því kalli.

Verður lokað í Hreyfingu, Reebok fitness og World Class, með þeirri undantekningu þó að World Class í Kringlunni verður opið allan sólarhringinn líkt og aðra daga ársins. Verða þó ítrekuð tilmæli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að fólk verði ekki á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis að óþörfu.

Við lokum kl 16 í dagSpáð er ofsaveðri þegar líður á daginn og hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi um land...

Posted by Sporthúsið - Heilsurækt fyrir alla on Monday, December 7, 2015

BREYTING: Ætlum að loka kl 16 svo allir komist heim til sín áður en allt fer að fjúka.

Posted by Reebok Fitness Ísland on Monday, December 7, 2015

Tengdar fréttir

Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu.

Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.16 í dag

Vegna óveðurs sem búast má við að skelli á síðdegis í dag verður aukafréttatími með nýjustu upplýsingum um veðrið, á Stöð 2 klukkan 16. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá og jafnframt sýndur beint hér á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.