Innlent

Þjóðvegir landsins meira og minna lokaðir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Meira og minna allir þjóðvegir landsins eru lokaðir eða ófærir. Þetta kemur fram í yfirliti á vef Vegagerðarinnar. Áður en fárviðri skall á landinu eftir hádegi var búið að ákveða að loka helstu vegum og hefur það gengið eftir. Þeir vegir sem eru enn opnir eru margir hverjir hálir.

Búist er við því að vegir landsins opni aftur með morgninum; á milli klukkan 10.00 og 15.00 eftir svæðum.

„Þetta er áætlaður tími og menn skoða það náttúrulega bara þegar nær dregur og í fyrramálið,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á vef stofnunarinnar hefur verið birt plan um hvenær til stendur að opna tiltekna vegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×