Ítrekað brotist inn í lundaverslanir: „Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 12:16 „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn," segir Sigurður. vísir/stefán Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira