Ítrekað brotist inn í lundaverslanir: „Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 12:16 „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn," segir Sigurður. vísir/stefán Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira