Innlent

Spá stormi og rifja upp skaðlegt óveður fyrir sléttum 23 árum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Búast má við stormi á miðum.
Búast má við stormi á miðum. Vísir/Anton

Afar hvasst er á Suður- og Suðausturlandi í morgunsárið og reiknað er með stormi eftir hádegi. Áfram verður vindasamt á morgun og þá sérstaklega á Austfjörðum þar sem von er á stormi. Þetta kemur fram í textaspám Veðurstofu Íslands.

Þá er búist við stormi á á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Vestfjarðamiðum, Norðvesturmiðum, Norðausturmiðum, Austurmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Vesturdjúpi, Grænlandssundi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi, Færeyjardjúpi, Suðausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi 

Í athugasemdum veðurfræðings segir að ganga muni á með suðvestahvassviðri og slydduéljum eða skúrum í dag, jafn vel stormi syðst. Snýst síðan í hvassa norðvestanátt með kvöldinu og er spáð stormi á Austfjörðum á morgun. Næstu daga verður umhleypingasamt í meira lagi og fáum við að upplifa ósvikið vetrarverður, með tilheyrandi kuldatíð, hvassviðri og fönn, sem þó getur ekki talist óalgengt á þessum árstíma. 

Heilu þökin fuku
Veðurfræðingur rifjar upp að 23. nóvember árið 1992, eða fyrir sléttum 23 árum, urðu miklir skaðar í óveðri. Þakplötur og jafn vel heilu þökin fuku af húsum í veðurofsanum, raflínur rofnuðu, bílar, bátar og annað lauslegt skemmdist einnig, þó enginn hafi orðið fyrir heilsutjóni né týnt lífi, sem betur fór.

Veðurspá dagsins
Suðvestan 15-23 m/s og skúrir eða slydduél, hvassast NV-lands, en hægari og léttskýjað fyrir austan. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig. Suðvestan og vestan 15-23 og víða skúrir og síðar él í dag og kólnar, hvassast syðst.

Norðvestan 10-18 og éljagangur í kvöld, hvassast NA-lands, en rofar heldur til syðra. Norðvestan 13-25 á morgun, hvassast á Austfjörðum, en mun hægari V-til. Él víða um land, en bjartviðri syðra og hiti kringum frostmark.

Búast má við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum í dag og á sunnanverðum Austfjörðum á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.