Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 12:03 Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, kom að þeim hluta rannsóknarinnar sem sneri að Íslandi. Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“