Greindarskerti Hollendingurinn mótmælti ekki gæsluvarðhaldi Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 16:15 Fjórmenningarnir eru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á beiðni 27 ára gamals Hollendings um að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, til 22. desember. Hollendingurinn er einn af fjórum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Hann er með greindarskerðingu og andlega fötlun. Hann mótmælti ekki gæsluvarðhaldskröfu í Héraðsdómi Reykjaness í dag því hann treysti sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann verður sóttur til saka. Um er að ræða tvo Hollendinga og tvo Íslendinga sem grunaðir eru í þessu máli. Hinn Hollendingurinn var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur en hann mótmælti þeirri kröfu. Annar Íslendinganna var einnig úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en verjandi hans hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hver niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness var í máli hins Íslendingsins.Uppfært 15:30: Í fyrri útgáfu fréttar var því haldið fram að Hollendingurinn hefði sjálfur óskað eftir að sitja í gæsluvarðhaldi en svo var ekki. Reyndin var að hann mótmælti ekki gæsluvarðhaldskröfunni. Tengdar fréttir Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Hollensk móðir segir son sinn, sem dvelur í íslensku fangelsi, hafa lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. 9. nóvember 2015 19:34 Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið um eina viku Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhald og einangrun yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. 12. nóvember 2015 16:38 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á beiðni 27 ára gamals Hollendings um að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, til 22. desember. Hollendingurinn er einn af fjórum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Hann er með greindarskerðingu og andlega fötlun. Hann mótmælti ekki gæsluvarðhaldskröfu í Héraðsdómi Reykjaness í dag því hann treysti sér ekki til að sjá um sig sjálfur hér á landi þar til hann verður sóttur til saka. Um er að ræða tvo Hollendinga og tvo Íslendinga sem grunaðir eru í þessu máli. Hinn Hollendingurinn var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur en hann mótmælti þeirri kröfu. Annar Íslendinganna var einnig úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en verjandi hans hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hver niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness var í máli hins Íslendingsins.Uppfært 15:30: Í fyrri útgáfu fréttar var því haldið fram að Hollendingurinn hefði sjálfur óskað eftir að sitja í gæsluvarðhaldi en svo var ekki. Reyndin var að hann mótmælti ekki gæsluvarðhaldskröfunni.
Tengdar fréttir Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Hollensk móðir segir son sinn, sem dvelur í íslensku fangelsi, hafa lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. 9. nóvember 2015 19:34 Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið um eina viku Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhald og einangrun yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. 12. nóvember 2015 16:38 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00
Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Hollensk móðir segir son sinn, sem dvelur í íslensku fangelsi, hafa lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. 9. nóvember 2015 19:34
Hæstiréttur stytti gæsluvarðhaldið um eina viku Hæstiréttur stytti í dag gæsluvarðhald og einangrun yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smygla 23 kílóum af sterkum fíkniefnum hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. 12. nóvember 2015 16:38