Mótmæli við héraðsdóm: „Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 09:37 Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem boðað hefur verið til mótmælanna í dag. Vísir/Valgarður Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku. Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla við Héraðsdóm Reykjvíkur í dag klukkan 17 í tilefni af sýknudómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum undanfarið. Um mótmælin segir á Facebook: „Íslenskir dómstólar eru ófærir um að sinna starfi sínu við að tryggja réttlæti á Íslandi. Niðurstöður dómstóla landsins í nauðgunarmálum hafa verið fáránlegar um árabil og aldrei virðast þær skána. Af aðeins 6 sakfellingum í héraði frá því 1. janúar voru 3 útlendingar og einn hommi. Skilaboðin eru þau að íslenskir, gagnkynhneigðir menn mega nauðga konum eins og þá lystir. Hvernig eiga borgarar að treysta slíkum dómstólum í lýðveldi?“ Þá eru settar fram nokkrar kröfur mótmælenda sem krefjast meðal annars þess að jafnræði sé beitt við framfylgd laga og að fleiri kvendómarar verði fengnir til starfa við dómstóla landsins. „Við mótmælum öll fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur kl. 17:00. Einnig hvetjum við til hliðstæðra mótmæla framan við Héraðsdómshús annars staðar um landið. Við stöndum saman í þessu!“ Nokkrir sýknudómar sem fallið hafa seinustu daga í kynferðisbrotamálum hafa vakið mikla reiði í samfélaginu. Á mánudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Suðurlands af ákæru um nauðgun gegn samstarfskonu sinni. Á föstudaginn í seinustu viku sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur fimm menn af ákæru um að hafa hópnauðgað 16 ára stúlku í Breiðholti í fyrra. Þá féllu tveir dómar í þessari viku, annars vegar í Héraðsdómi Vestfjarða og hins vegar í Héraðsdómi Vesturlands. Í fyrra málinu var piltur á menntaskólaaldri sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára þroskaskertri stúlku og í seinna málinu var karlmaður sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku.
Tengdar fréttir Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53 Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Sýknaður af ákæru um nauðgun eftir árshátíð Héraðsdómur Suðurlands taldi mikinn vafa leika á því hvort maðurinn hefði gerst sekur um það brot sem hann var sakaður um. 18. nóvember 2015 16:53
Sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað 17 ára stúlku Héraðsdómur Vesturlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um nauðgun og brot á barnaverndarlögum en manninum var gefið að sök að hafa nauðgað 17 ára stúlku í mars í fyrra. 25. nóvember 2015 17:43
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15
Sýknaður af kynferðisbroti gegn fjórtán ára þroskaskertri stúlku Var piltinum gefið að sök að hafa látið stúlkuna fróa sér og haft við hana samræði án þess að gæta nægjanlegrar varúðar um aldur stúlkunnar. 25. nóvember 2015 17:44