Innlent

Hvalreki á Seltjarnarnesi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/soffía

Bæjarstarfsmaður Seltjarnarness gekk í dag fram á hræ af hval nærri Gróttu. Mikinn daun leggur af hræinu, að sögn Soffíu Karlsdóttur, sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs Seltjarnarness.

Ekki er vitað hverrar tegundar hræið er, en að sögn Soffíu er vinna hafin við að láta alla opinbera aðila, sem koma að fundi sem þessum, vita.

Hún telur líklegt að hvalurinn sé um sex til átta metra langur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.