Seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelum Ingvar Haraldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi að undanförnu og þeim mun fjölga enn frekar á næstunni. vísir/gva Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hættu á offjárfestingu í hótelbyggingum næstu árin. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Már var þar að svara spurningu Vilhjálms Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem benti á að reynsla af útlánatapi í ferðaþjónustu væri nokkuð mikil, sérstaklega í hótelbyggingum.Vaxtaákvörðun og útgáfa Peningamála.Seðlabankinn, Seðlabanki íslands, Már Guðmundsson Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að vel geti verið að menn hafi farið of geyst í hótelfjárfestingu áður. „En miðað við hvernig nýting hótelherbergja er núna og hvernig áætlanir eru um fjölgun ferðamanna í framtíðinni þá lítur út fyrir að það sé þörf á þeim hótelherbergjum sem er verið að byggja, að minnsta kosti ef við ætlum að fjölga ferðamönnum meira.“ Anna bendir á að hvergi í Evrópu sé betri nýting á hótelherbergjum en í Reykjavík. „Þannig að það eru allt aðrar aðstæður en hafa verið áður svo að ég veit ekki hversu mikið þýðir að skoða þetta í sögulegu samhengi, við þurfum auðvitað að skoða stöðuna núna.“ Anna segir að ef spá Arion banka um tuttugu prósenta fjölgun ferðamanna á næsta ári rætist þá verði að fjölga hótelherbergjum. Þeir sem sérfræðingar greiningardeildarinnar hafi talað við í hótelbransanum telji að það sé ekki hægt að ná meiri nýtingu yfir árið á höfuðborgarsvæðinu en er núna. Anna segir engu að síður skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af offjárfestingu. „En vanfjárfesting getur líka verið kostnaðarsöm og sú staðreynd að enginn sá fyrir þessa fjölgun sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum hefur gert ferðaþjónustunni erfitt fyrir því það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki í þessum geira að halda í við vöxtinn.“ Hins vegar geti styrking á gengi krónunnar verið áhættuþáttur fyrir ferðaþjónustuna. Ef gengi krónunnar styrkist verulega á næstunni gæti það valdið því að ferðamenn eyði minna hér á landi eða það dragi úr fjölda ferðamanna. Þá segir Anna að umtalsverðar framkvæmdir við hótelbyggingar séu hugsanlega ein orsök þess að minna hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði að undanförnu en búist var við. „Ein skýring er að þeir sem eru að byggja núna eru frekar að byggja hótel en íbúðir.“ Íbúðafjárfestingar séu að verða undir í slagnum við hótelfjárfestingu um iðnaðarmenn og fjármagn.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira