Hluthafar í Símanum hafa samband við Ásmund Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 18:27 Hluthafar í Símanum hafa haft samband við þingmanninn og hafa áhyggjur af stöðu mála. visir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015 Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsir það á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu að ýmsir hluthafar í Símanum hafi haft samband við sig og lýst yfir áhyggjum af stöðu Símans. Ásmundur fór mikinn í þingræðu í gær, eins og Vísir hefur greint frá, og hvatti almenning til þess að hætta að skipta við Símann. Ástæðurnar eru þær að þingmanninum blöskraði það að völdum einstaklingum, stjórnendum, gæfist færi á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu áður en það færi á markað. Fyrirsjáanlegur hagur hvers um sig skiptir milljónum. „Hjá Símanum eru hins vegar þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn aftur upp í rjáfur eins og var fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni og hélt svo áfram: „Ég segi það við ykkur, kæru vinir hér í þessum sal, og ég segi það við þjóðina: Við þurfum þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og í atvinnulífinu. Það er alger hörmung að horfa upp á þetta. Fólk er gáttað yfir þessu og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti viðskiptum við fyrirtæki eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki.“ Ásmundur hlaut ákúrur frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, sem hvatti þingmenn til að gæta orða sinna. Og vanda sitt tal. En, Ásmundur lætur það ekki trufla sig í einarðri afstöðu sinni. „Nú eru hluthafar í Símanum byrjaðir að hringja í mig og senda mér skilaboð um að þeir hafi áhyggur af stöðu Símans. Ég er ekki hissa, lausnin liggur hjá yfirmönnunum sem eiga að spila leikinn eftir sömu reglum og aðrir. Það er eina sanngirnin í málinu að þeir skili illafengnum hlutabréfum til baka og fari að leikreglum markaðarins. Verum þar og fordæmum sérhagsmundindlapotið,“ skrifar Ásmundur og hvetur til samstöðu gegn slíkri ósvinnu.Í gær flutti ég harorða ræðu í þinginu. Ég þoli ekki mimunum eða sérhagsmunadindlapot og mér finnst eins og fólkið í...Posted by Ásmundur Friðriksson on 12. nóvember 2015
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55 Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00 Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ásmundur hvetur þjóðina til að hætta viðskiptum við Símann Var harðorður í garð Símans á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. 11. nóvember 2015 15:55
Undrast orðaval þingmanns Þörf er á þjóðarsókn gegn spillingu, sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður í ræðu á þingi í gær. Hvatti hann íslenska þjóð til þess að hætta viðskiptum við Símann. 12. nóvember 2015 08:00
Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Ásmundur Friðriksson alþingismaður vill að yfirmenn Símans skili hlutabréfum sem þeir fengu á vildarkjörum frá Arion banka í símanum. 11. nóvember 2015 19:00