Menntamálaráðherra segir skipulag RÚV ekki greypt í stein Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:45 Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar. Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar.
Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira