Lífið

Sjáðu fagnaðarlætin: Hagaskóli sigraði í Skrekk

Bjarki Ármannsson skrifar
Hagaskóli bar í kvöld sigur úr býtum í hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, Skrekk.
Hagaskóli bar í kvöld sigur úr býtum í hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, Skrekk. VÍSIR/ERNIR
Hagaskóli bar í kvöld sigur úr býtum í hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, Skrekk. Í öðru sæti lenti Árbæjarskóli og í því þriðja Seljaskóli.

Atriði Hagaskóla vakti sérstaka athygli fyrir femínískan boðskap þess. Atriðin samanstendur af dansi og nokkurs konar rapp-ljóði um það hvernig það er að vera ung stúlka í íslensku samfélagi.

Mikil gleði braust út í sal Hagaskóla, þar sem sýnt var beint frá úrslitakvöldinu, þegar úrslitin voru tilkynnt, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Stemningin í sal Hagaskóla þegar að tilkynnt var að Hagaskóli hefði sigrað Skrekk 2015 Til hamingju stelpur! Til hamingju Hagaskóli!

Posted by Hagaskóli on 16. nóvember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×