Áætlunin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 29 af 127 þingmálum ríkisstjórnarinnar eru komin til þings. Þrátt fyrir málaþurrð helst starfsáætlun þingsins ekki sem samþykkt var af öllum flokkum. vísir/ernir Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“ Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“
Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira