Löggan sækir um störf flugliða Guðrún Ansnes skrifar 2. nóvember 2015 07:00 „Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira