Lífið

Í mál við Taylor Swift vegna Shake It Off - Myndbönd

Samúel Karl Ólason skrifar
Taylor Swift á tónleikum.
Taylor Swift á tónleikum. Vísir/EPA
Söngvarinn Jesse Braham segir söngkonuna Taylor Swift hafa stolið texta lagsins Shake It Off úr lagi sínu Haters Gone Hate. Hann hefur farið fram á að nafn sitt verði bætt við sem höfundi Shake It Off og þar að auki vill hann fá 42 milljónir dala, eða rúma fimm milljarða króna.

Braham, sem gengur undir sviðsnafninu Jesse Graham, segist eiga einkarétt á frösunum „Haters gone hate“ og „Playas gone play“. Frasar þessir mynda stóran hluta viðlags Shake It Off. Viðlag Haters Gone Hate er á þessa vegu: „Haters gone hater, playas gone play/ Watch out for them fakers, they'll fake you everyday.“

Í samtali við Daily News segir Braham að það sé ómögulegt að Taylor Swift hafi skrifað lagið án þess að heyra lagið sitt.

„Ef ég hefði ekki skrifað lagið Haters Gone Hate, þá væri ekki til lag sem héti Shake It Off.“

Hvað segið þið?

Haters Gone Hate Shake It Off





Fleiri fréttir

Sjá meira


×