Leggja fram tillögu um rannsókn á Kleppjárnsreykjum Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 23:34 Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Vísir Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“ Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fimmtán þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa lagt fram þingályktunartillögu um að vistheimilisnefnd kanni starfsemi á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum á árunum 1942 og 1943. Jafnframt hlutist forsætisráðherra til um að rannsakað verði hvort íslensk yfirvöld hafi framið mannréttindabrot við að sporna við samskiptum íslenskra kvenna við erlenda hermenn í kjölfar hernámsins árið 1940. Starfsemin á Kleppjárnsreykjum hefur verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við nýja heimildarmynd sem fjallar um ungar íslenskar konur sem voru fordæmdar í dagblöðum og margar sendar á vinnuhælið fyrir að hafa haft samneyti við setulið Bandaríkjahers. Alma Ómarsdóttir fréttamaður gerði myndina en hún segir gríðarleg mannréttindabrot hafa átt sér stað við yfirheyrslur kvennanna og vistun á Kleppjárnsreykjum. Þá hefur Þór Whitehead sagnfræðiprófessor einnig farið yfir skjöl um þessar aðgerðir stjórnvalda, sem voru gerð opinber að hluta árið 2012, og sagt þær víðtækustu njósnir um einkalíf manna hér á landi.Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmynd um Kleppjárnsreyki, sem komið hefur af stað miklu umtali.Vísir/PjeturEkki of seint að biðjast opinberlega afsökunar Meðal flutningsmanna tillögunnar er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem kallaði eftir rannsókn á Kleppjárnsreykjum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðasta mánuði. Fyrsti flutningsmaður er Heiða Kristín Helgadóttir úr Bjartri framtíð. „Brýna nauðsyn ber til þess að upplýst verði með opinberri rannsókn hvað raunverulega átti sér stað á Kleppjárnsreykjum og við lögreglurannsóknir á ungum konum í kjölfar komu erlendra herliða til landsins,“ segir meðal annars í greinargerð tillögunnar. „Enn eimir af fordómum í garð þeirra kvenna sem voru viðfangsefni þessara rannsókna og sættu jafnvel frelsissviptingu í kjölfarið. Sumar þessara kvenna eru enn á lífi og ekki of seint að þeim verði veitt opinber afsökunarbeiðni.“
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45 Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50 Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Vill rannsókn á aðgerðum yfirvalda gegn stúlkum á hernámsárunum „Tökum á þessum svarta bletti í sögunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í dag. 14. október 2015 16:45
Ástríðuþrungin elska á Íslandi var drifkraftur Jóhönnu Knudsen Baráttan gegn óhollum erlendum áhrifum þýddi að taka varð ástandsstúlkur föstum tökum. 14. október 2015 14:50
Njósnir og ofsóknir gegn saklausum stúlkum Alma Ómarsdóttir hefur gert heimildarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – Lauslæti og landráð. Í myndinni er fjallað um gróf mannréttindabrot af hálfu íslenskra stjórnvalda gagnvart ungum konum á stríðsárunum. 8. október 2015 10:30