Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 12:36 Frá Jökulsárlóni. vísir/valli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“ Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Kanadísk kona á sextugsaldri, Shelagh Denise Donovar, lést samstundis þegar hún varð undir hjólabát á planinu milli Jökulsárlóns og kaffihússins sem þar stendur. Ekki er hægt að ljúka rannsókn fyrr en krufningarskýrslan í málinu liggur fyrir en senda þurfti niðurstöður krufningar til útlanda þar sem enginn réttarlæknir starfar á Íslandi. „Krufningarskýrslan er ókomin en við vonumst til að það fari nú að styttast í hana. Vonandi kemur hún í þessum mánuði án þess að það sé þó nokkuð hægt að fullyrða um það,“ segir Þorgrímur Óli. Búið er að taka skýrslur af öllum þeim sem tengjast málinu. Um tíu manns er að ræða, en þar er á meðal voru eiginmaður og sonur konunnar sem voru með henni hér á landi.Rannsókn beinist að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna „Það liggur alveg fyrir hvað gerðist og svo þegar rannsókn lýkur verður málið sent til ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið.“ Aðspurður hver tildrög slyssins hafi verið segir Þorgrímur að bátnum hafi verið bakkað yfir konuna þegar fara átti með bátinn út á lónið. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars miðað að því að upplýsa af hverju bakkað var yfir konuna en Þorgrímur Óli segist ekki geta tjáð sig um hvaða svör lögregla hafi fengið við því. Atvikið er rannsakað sem slys. „Við skoðum alla þætti málsins og hvort að það er um eitthvað saknæmt að ræða, eins og er oft í slysum, það mun rannsóknin bara leiða í ljós. Við erum ekki komnir á það stig að geta sagt neitt til um það en í sakamálalögum segir að lögreglu sé skylt að rannsaka slys óháð því hvort um sé að ræða saknæmt athæfi eða ekki.“
Tengdar fréttir Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40 Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34 Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00 Banaslys við Jökulsárlón Erlend kona á sextugsaldri lét lífið við lónið í dag. 27. ágúst 2015 21:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Nafn konunnar sem lét lífið við Jökulsárlón Konan sem varð undir hjólabát við Jökulsárlón þann 27. ágúst síðastliðinn hét Shelagh Denise Donovar. 4. september 2015 15:40
Rannsókn lögreglu á líkfundi og banaslysi tefst vegna biðar eftir krufningsskýrslu „Þetta er svolítið vandamál, við þurfum að fá réttarlækna til landsins.“ 10. september 2015 10:34
Konan sem lést við Jökulsárlón var frá Kanada Var á ferð um landið ásamt eiginmanni sínum og syni. 2. september 2015 16:00