Innlent

Frakkar senda Charles de Gaulle til baráttu við ISIS

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Charles de Gaulle er stærsta herskip Frakka.
Charles de Gaulle er stærsta herskip Frakka. Vísir/EPA
Frakkar munu senda stærsta herskip sitt, flugmóðurskipið Charles de Gaulle, á vettvang til þess að styðja loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi og Írak.

Frakkar hafa tekið þátt í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna á skotmörk sem tengjast ISIS í Sýrlandi frá því í september á þessu ári. Orrustuþotur Frakka hafa hins vegar gert árásirnar frá bækistöðum í Jórdaníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Alls hafa 12 þotur franska hersins tekið þátt í loftárásunum hingað til.

Á flugmóðurskipinu Charles de Gaulle er hins vegar rúm fyrir 40 þotur og með stuðningi skipsins geta þoturnar flogið í alls 100 verkefni á dag. Francois Hollande Frakklandsforseti sagði þetta rökrétt skef í baráttuni gegn ISIS og myndi það gera Frökkum kleyft að verða mun skilvirkari í aðgerðum sínum gegn ISIS.

Frá því í september á síðasta ári hafa franskar orrustuþotur flogið 1285 sinnum yfir Írak og gert 271 loftárás en aðeins er vitað til að franskar þotur hafi gert tvær loftárásir á skotmörk í Sýrlandi. Búast má við því að með komu Charles de Gaulle muni loftárásir Frakka í Sýrlandi aukast.


Tengdar fréttir

Bandaríkin gefa í gegn ISIS

Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað.

Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að senda skyldi tæplega fimmtíu sérsveitarmenn til norðurhluta Sýrlands. Sérsveitarmennirnir eiga að styðja við sýrlenska uppreisnarmenn í baráttunni gegn Íslamska ríkinu.

Stórveldin funda vegna Sýrlands

Í fyrsta sinn sem fulltrúar þeirra ríkja sem styðja hópana sem takast á í Sýrlandi hittast til að ræða málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×