Fólkið á Airwaves: Leiðsögumaðurinn villtist uppi á jökli svo ræsa þurfti björgunarsveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2015 10:00 „Við festumst uppi á jökli og það þurfti að hringja í neyðarlínuna, 1-1-2,“ segja þær Liza (til vinstri) og Linda. "Það var orðið svo dimmt og leiðsögumaðurinn rataði ekki niður.“ Vísir/KTD Vinkonurnar Liza Tran og Linda Nguyen lentu í hremmingum uppi á jökli á sínum fyrsta heila degi á Íslandi. Þær hafa flakkað um Suðurströndina en eru nú með fókusinn á Iceland Airwaves og Reykjavíkurborg.Þær stöllur eru frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og segir Linda að hana hafi lengi langað til að koma á Airwaves. „Ég ákvað að skella mér núna þegar ég heyrði að Björk væri að spila. Því miður aflýsti hún tónleikunum,“ segir Linda. Aðspurð viðurkennir hún að hafa grátið en komist yfir það. Hún hefði verið búin að kaupa miðann og alltaf langað til Íslands þannig að aldrei hafi komið til greina að hætta við. Ástæðan fyrir komu Lizu var einföld. „Linda sagðist vilja fara svo ég jánkaði,“ segir Liza og hlær. Hún sé það góð vinkona. Geri það sem vinkona hennar biðji um.Björk aflýsti öllum tónleikum sínum í haust í ágúst, þar á meðal á Iceland Airwaves." i want to support young girls who are in their 20s now and tell them : you're not just imagining things . it's tough . everything that a guy says once , you have to say five times . "Posted by Björk on Wednesday, October 28, 2015Vinkonurnar lentu á sunnudag og skelltu sér í jöklaferð á Suðurlandinu á mánudag. Sú ferð endaði með ósköpum, en allir komust þó heilir frá borði. „Við festumst uppi á jökli og það þurfti að hringja í neyðarlínuna, 1-1-2,“ segja þær. „Það var orðið svo dimmt og leiðsögumaðurinn rataði ekki niður svo hann varð að hringja.“ Til bjargar komu björgunarsveitarmenn og með í för afar sætur Border Collie hundur að þeirra sögn. Þær segja þetta hafa verið töluvert ævintýri og þeim tekist að halda ró sinni. Ólíkt hinum ferðalöngunum, vinkonum - líka frá Kaliforníu. „Þær voru hræddar og kaldar og grétu,“ segir Linda en hópurinn hafi verið á jöklinum í um fjóra klukkutíma. Allt fór þó vel að lokum og var þeim boðið í aðra ferð um Suðurlandið á þriðjudeginum sem sárabót. Þær skelltu sér svo á Gullna hringinn á miðvikudaginn og hafa því kynnst Suðurlandinu ansi hreint vel. „Þetta hefur verið alveg frábært.“Father John Misty er á meðal hljómsveita sem spila á Airwaves í ár.Stelpurnar ætla að sjá Father John Misty, John Grant með Sinfó og höfðu þegar séð Hydrokids sem þær mæltu með. Þær segjast ætla að nýta tímann vel hér á landi og reyna að gera skemmtilega hluti yfir daginn þótt þær verði lengi á fótum. Þynnkan verði ekki vandamál enda séu þær ekki mikið fyrir áfengið. Þær hrósa happi yfir sætri íbúð sem þær leigja í Þingholtunum í gegnum Airbnb og ætla að njóta lífsins í borginni, í faðmi erlendra gesta og vinalegra Íslendinga, þar til þær halda heim á leið á sunnudaginn.Iceland Airwaves hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: Slepptu þrettándu Coachella-hátíðinni og skelltu sér til Íslands Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu hófu Íslandsdvölina á að horfa á sólina rísa í Bláa lóninu. 5. nóvember 2015 22:30 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Vinkonurnar Liza Tran og Linda Nguyen lentu í hremmingum uppi á jökli á sínum fyrsta heila degi á Íslandi. Þær hafa flakkað um Suðurströndina en eru nú með fókusinn á Iceland Airwaves og Reykjavíkurborg.Þær stöllur eru frá Kaliforníu í Bandaríkjunum og segir Linda að hana hafi lengi langað til að koma á Airwaves. „Ég ákvað að skella mér núna þegar ég heyrði að Björk væri að spila. Því miður aflýsti hún tónleikunum,“ segir Linda. Aðspurð viðurkennir hún að hafa grátið en komist yfir það. Hún hefði verið búin að kaupa miðann og alltaf langað til Íslands þannig að aldrei hafi komið til greina að hætta við. Ástæðan fyrir komu Lizu var einföld. „Linda sagðist vilja fara svo ég jánkaði,“ segir Liza og hlær. Hún sé það góð vinkona. Geri það sem vinkona hennar biðji um.Björk aflýsti öllum tónleikum sínum í haust í ágúst, þar á meðal á Iceland Airwaves." i want to support young girls who are in their 20s now and tell them : you're not just imagining things . it's tough . everything that a guy says once , you have to say five times . "Posted by Björk on Wednesday, October 28, 2015Vinkonurnar lentu á sunnudag og skelltu sér í jöklaferð á Suðurlandinu á mánudag. Sú ferð endaði með ósköpum, en allir komust þó heilir frá borði. „Við festumst uppi á jökli og það þurfti að hringja í neyðarlínuna, 1-1-2,“ segja þær. „Það var orðið svo dimmt og leiðsögumaðurinn rataði ekki niður svo hann varð að hringja.“ Til bjargar komu björgunarsveitarmenn og með í för afar sætur Border Collie hundur að þeirra sögn. Þær segja þetta hafa verið töluvert ævintýri og þeim tekist að halda ró sinni. Ólíkt hinum ferðalöngunum, vinkonum - líka frá Kaliforníu. „Þær voru hræddar og kaldar og grétu,“ segir Linda en hópurinn hafi verið á jöklinum í um fjóra klukkutíma. Allt fór þó vel að lokum og var þeim boðið í aðra ferð um Suðurlandið á þriðjudeginum sem sárabót. Þær skelltu sér svo á Gullna hringinn á miðvikudaginn og hafa því kynnst Suðurlandinu ansi hreint vel. „Þetta hefur verið alveg frábært.“Father John Misty er á meðal hljómsveita sem spila á Airwaves í ár.Stelpurnar ætla að sjá Father John Misty, John Grant með Sinfó og höfðu þegar séð Hydrokids sem þær mæltu með. Þær segjast ætla að nýta tímann vel hér á landi og reyna að gera skemmtilega hluti yfir daginn þótt þær verði lengi á fótum. Þynnkan verði ekki vandamál enda séu þær ekki mikið fyrir áfengið. Þær hrósa happi yfir sætri íbúð sem þær leigja í Þingholtunum í gegnum Airbnb og ætla að njóta lífsins í borginni, í faðmi erlendra gesta og vinalegra Íslendinga, þar til þær halda heim á leið á sunnudaginn.Iceland Airwaves hófst á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. 240 listamenn koma fram á 293 tónleikum á þrettán stöðum. Gestir verða um 9000 en löngu er uppselt á hátíðina. Þá fer mikill fjöldi tónleika fram utan dagskrár, svokölluð „off venue“ dagskrá. Ókeypis er inn á viðburði hennar.Dagskrána má sjá hér.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Fólkið á Airwaves: Slepptu þrettándu Coachella-hátíðinni og skelltu sér til Íslands Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu hófu Íslandsdvölina á að horfa á sólina rísa í Bláa lóninu. 5. nóvember 2015 22:30 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15
Fólkið á Airwaves: Slepptu þrettándu Coachella-hátíðinni og skelltu sér til Íslands Hjónin Brandon Lopez og Meishya Yang frá Kaliforníu hófu Íslandsdvölina á að horfa á sólina rísa í Bláa lóninu. 5. nóvember 2015 22:30