Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2015 18:45 Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti. Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað beiðni ÞG-verktaka á Hlíðarendasvæðinu um að fá að setja upp byggingarkrana sem skaga myndu í aðflugsflöt að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Deilurnar um byggingaframkvæmdirnar á Hlíðarenda virðast engan enda ætla að taka. ÞG verktakar sóttu um það til Samgöngustofu að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu en hún hafnaði þeirri beiðni á þriðjudag. Nokkuð er síðan ÞG verktakar hófu jarðvegsvinnu á Hlíðarenda þar sem stendur til að reisa hverfi með um 600 íbúðum og alls kyns þjónustustarfsemi sem og stærsta hótel landsins.Samkomulag um framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu undirritað í Hörpu árið 2013.Vísir/StefánValsmenn hf, sem eiga byggingarlandið, vísa til samþykkts deiluskipulags svæðisins og samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu í Hörpu í október 2013. En þar stóð meðal annars að tilkynnt verði um lokun Norðaustur - Suðvestur flugbrautarinnar síðar á árinu 2013 að lokinni samþykkt deiluskipulags. Samtímis skuli endurskoða gildandi skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll. En síðan hefur ekkert gerst hvað þetta varðar hjá innanríkisráðuneytinu. Aðeins er rúm vika síðan menn tóku fyrstu skóflustunguna að hótelinu sem stendur til að byggja á Hlíðarenda. Hinn 22. október sóttu ÞG verktakar síðan um að fá að reisa tvo byggingarkrana á svæðinu sem myndu skaga upp í aðflugsflöt að minnstu flugbrautinni. Samgöngustofa svaraði erindi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag að fenginni umsögn Ísavía sem sér um rekstur flugvallarins og vísar til áhrifa krananna á aðflugsflöt flugbrautarinnar og það sé niðurstaða Samgöngustofu að uppsetning á umræddum byggingarkrönum brjóti gegn gildandi ákvæðum reglugerðar um flugvelli og ekki sé heimilt að reisa krana né annað, t.d. byggingar, sem skagi upp í aðflugsflöt fyrir flugbraut 24 við Reykjavíkurflugvöll. Þorvaldur Gíslason, forstjóri ÞG verktaka, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þetta svar kæmi ekki í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsvinnu á Hlíðarenda. Innan einhverra mánaða kæmi hins vegar að því að reisa þurfi byggingarkrana á svæðinu og síðan hefja byggingarframkvæmdir. En sumar bygginganna munu einnig verða hindrun fyrir aðflug. Þorvaldur segist vona að deiluaðilar leysi sín mál áður en komi að þeim tímapunkti.
Tengdar fréttir Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00 Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Minnstu flugbrautinni í Vatnsmýri verður lokað brátt Byggingarkranar sem gætu risið í tengslum við framkvæmdir á Hlíðarendasvæðinu á næstunni munu hafa í för með sér að flug um norðaustur-suðvestur flugbrautina stöðvast. 25. október 2015 18:00
Fyrsta skóflustungan tekin á Hlíðarenda Fyrsta skóflustunga vegna fyrsta áfanga nýrrar byggðar á Hlíðarendasvæðinu var tekin klukkan níu í morgun. 27. október 2015 10:22