Innlent

Aðstoðarlögreglustjóri í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Íslandi í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Allt að 450 manns eru nú samankomin við mótmæli við lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Allt að 450 manns eru nú samankomin við mótmæli við lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/BO
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri og yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjóri, mun svara spurningum fréttastofu 365 miðla í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld. Í framhaldinu verður hún í viðtali hjá Íslandi í dag.

Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamáli sem lögreglan hefur til rannsóknar. Tveir eru grunaðir en fóru af landi brott í dag. Alda Hrönn svaraði fyrr í dag hvers vegna ekki hefði verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur. Sagði hún meðal annars að ekki stafaði hætta af þeim.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 og Ísland í dag klukkan 18:55, í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×