„Mjög margir sem gætu alls ekki hugsað sér að taka þátt í þessu“ 31. október 2015 21:50 Umræðan um andlát með aðstoð hefur ekki verið fyrirferðamikil hér á landi. Vísir/getty Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um síðastliðna helgi samþykktu landsfundarfulltrúar að leyfa skyldi andlát með aðstoð. Slíkt andlát, sem í daglegu tali hefur verið kallað líknardráp eða líknardauði, er gífurlega umdeilt meðal íslenskra lækna og ólíklegt verður að teljast að þeir muni sætta sig við að verða neyddir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Ályktunin sem samþykkt var um liðna helgi er svohljóðandi: Sjálfstæðisflokkurinn vill leyfa andlát með aðstoð:Hefja þarf umræðu um hvort fólk með lífsgæðahamlandi, banvæna sjúkdóma eigi að gefast kostur á andláti með aðstoð fagaðila.Hér kveður við nýjan tón enda hefur lítil umræða átt sér stað um andlát með aðstoð, líknardráp, á Íslandi til þessa. Eins og fram kemur í úttekt í Læknablaðinu árið 2007 hafa ekki verið gerðar ítarlegar kannanir á hug landsmanna en í könnun Pricewaterhouse Coopers frá árinu 2001 var tæplega helmingur landsmanna eða 46,4% fylgjandi líknardrápi og þriðjungur því andvígur. „Í ljósi lítillar umræðu kemur það nokkuð á óvart hve hlynntir Íslendingar eru líknardrápi samkvæmt þessari könnun,“ segir í Læknablaðinu.Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags ÍslandsÞorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að slíkt hið sama sé nokkurn veginn upp á teningnum í hans röðum. Lítil umræða hefur farið fram meðal félagsmanna um þessi málefni og afstaða þeirra aldrei verið formlega könnuð, í það minnsta ekki á þeim fjórum árum sem hann hefur verið formaður. Þó svo að félagið hafi ekki enn tekið þessa umræðu eða myndað sér afstöðu til líknardrápa segir Þorbjörn í samtali við Vísi að það sé næsta víst öruggt að mjög skiptar skoðanir séu meðal lækna til þessara aðgerða. „Ég get fullyrt það að mönnum þætti erfitt að kyngja því að það væri beinlínis lagaskylda að aðstoða við líknardráp. Ég sé ekki fyrir mér að læknar myndu samþykkja það enda eru mjög margir sem gætu alls ekki hugsað sér að taka þátt í þessu,“ segir Þorbjörn. „Það er svo aftur annað hvað er heimilt,“ bætir hann við og vísar því næst til þess svigrúm sem heilbrigðisstarfsfólki er skapað með hinu svokallað samviskufrelsi. „Ef þú ert þeirrar skoðunar að þetta stangist ekki á við þín lífsviðhorf, trúarbrögð eða þér finnst þetta ekki stangast á við læknaeiðinn þá gæturðu tekið þátt í slíku, það er allt annað mál.“Forsendurnar mikil umræða og víðtæk sátt Þorbjörn segir að ef Alþingi ákveði að fara þá leið að heimila andlát með aðstoð þurfi að vanda vel til verka enda séu úrlausnarefnin mörg hver mjög flókin. „Það þarf að ríkja sátt um það hvaða ferill þarf að vera á undan þannig að það sé algjörlega öruggt að sjúklingurinn sé ekki einhvern veginn neyddur út í þetta. Að aðstandendur séu að þrýsta á hann að gera þetta. Öll umgjörðin þarf að vera í mjög góðu lagi. Allt þetta þarf að vera mjög vandað.“ Í þessu samhengi má nefna að hollensk lög kveða á um að læknirinn meti hvort þjáningar sjúklings séu viðvarandi og óbærilegar. En erfitt getur verið að meta þjáningar annars einstaklings. Þannig er einn algengasta ástæðan fyrir höfnun á beiðni um líknardráp í Hollandi að lækni hafi ekki þótt þjáningar sjúklings vera nægjanlegar. „Hver geta verið rök læknis fyrir því að þjáningarnar teldust ónógar, þegar þjáning sjúklings er fyrst og fremst huglæg tilfinning þess sem þjáist? Hvert verður áframhaldandi samband læknis og sjúklings, neiti læknirinn? Mun sjúklingurinn leita annað?“ eru þær spurningar sem vakna hjá pistlahöfundi Læknablaðsins.Í ljósi spurninga sem þessara undirstrikar Þorbjörn að áður en nokkuð er ákveðið verði að fara fram víðtæk umræða í samfélaginu um þessi mál. Þeirri umræðu þarf að gefa mörg ár og mikið rými enda mörg siðfræðileg vafamál sem þarf að taka tillit til. „Ég held að við séum ekki kominn á þann stað í umræðunni að það sé tímabært að lög neyði þetta,“ segir Þorbjörn. „Þetta snýst heldur ekki bara um heilbrigðisstarfsfólk. Það þarf að vera sá andi í samfélaginu að það sé sátt um þetta. Þetta er svo ofboðslega stórt mál.“ Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um síðastliðna helgi samþykktu landsfundarfulltrúar að leyfa skyldi andlát með aðstoð. Slíkt andlát, sem í daglegu tali hefur verið kallað líknardráp eða líknardauði, er gífurlega umdeilt meðal íslenskra lækna og ólíklegt verður að teljast að þeir muni sætta sig við að verða neyddir til að framkvæma slíkar aðgerðir. Ályktunin sem samþykkt var um liðna helgi er svohljóðandi: Sjálfstæðisflokkurinn vill leyfa andlát með aðstoð:Hefja þarf umræðu um hvort fólk með lífsgæðahamlandi, banvæna sjúkdóma eigi að gefast kostur á andláti með aðstoð fagaðila.Hér kveður við nýjan tón enda hefur lítil umræða átt sér stað um andlát með aðstoð, líknardráp, á Íslandi til þessa. Eins og fram kemur í úttekt í Læknablaðinu árið 2007 hafa ekki verið gerðar ítarlegar kannanir á hug landsmanna en í könnun Pricewaterhouse Coopers frá árinu 2001 var tæplega helmingur landsmanna eða 46,4% fylgjandi líknardrápi og þriðjungur því andvígur. „Í ljósi lítillar umræðu kemur það nokkuð á óvart hve hlynntir Íslendingar eru líknardrápi samkvæmt þessari könnun,“ segir í Læknablaðinu.Þorbjörn Jónsson er formaður Læknafélags ÍslandsÞorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að slíkt hið sama sé nokkurn veginn upp á teningnum í hans röðum. Lítil umræða hefur farið fram meðal félagsmanna um þessi málefni og afstaða þeirra aldrei verið formlega könnuð, í það minnsta ekki á þeim fjórum árum sem hann hefur verið formaður. Þó svo að félagið hafi ekki enn tekið þessa umræðu eða myndað sér afstöðu til líknardrápa segir Þorbjörn í samtali við Vísi að það sé næsta víst öruggt að mjög skiptar skoðanir séu meðal lækna til þessara aðgerða. „Ég get fullyrt það að mönnum þætti erfitt að kyngja því að það væri beinlínis lagaskylda að aðstoða við líknardráp. Ég sé ekki fyrir mér að læknar myndu samþykkja það enda eru mjög margir sem gætu alls ekki hugsað sér að taka þátt í þessu,“ segir Þorbjörn. „Það er svo aftur annað hvað er heimilt,“ bætir hann við og vísar því næst til þess svigrúm sem heilbrigðisstarfsfólki er skapað með hinu svokallað samviskufrelsi. „Ef þú ert þeirrar skoðunar að þetta stangist ekki á við þín lífsviðhorf, trúarbrögð eða þér finnst þetta ekki stangast á við læknaeiðinn þá gæturðu tekið þátt í slíku, það er allt annað mál.“Forsendurnar mikil umræða og víðtæk sátt Þorbjörn segir að ef Alþingi ákveði að fara þá leið að heimila andlát með aðstoð þurfi að vanda vel til verka enda séu úrlausnarefnin mörg hver mjög flókin. „Það þarf að ríkja sátt um það hvaða ferill þarf að vera á undan þannig að það sé algjörlega öruggt að sjúklingurinn sé ekki einhvern veginn neyddur út í þetta. Að aðstandendur séu að þrýsta á hann að gera þetta. Öll umgjörðin þarf að vera í mjög góðu lagi. Allt þetta þarf að vera mjög vandað.“ Í þessu samhengi má nefna að hollensk lög kveða á um að læknirinn meti hvort þjáningar sjúklings séu viðvarandi og óbærilegar. En erfitt getur verið að meta þjáningar annars einstaklings. Þannig er einn algengasta ástæðan fyrir höfnun á beiðni um líknardráp í Hollandi að lækni hafi ekki þótt þjáningar sjúklings vera nægjanlegar. „Hver geta verið rök læknis fyrir því að þjáningarnar teldust ónógar, þegar þjáning sjúklings er fyrst og fremst huglæg tilfinning þess sem þjáist? Hvert verður áframhaldandi samband læknis og sjúklings, neiti læknirinn? Mun sjúklingurinn leita annað?“ eru þær spurningar sem vakna hjá pistlahöfundi Læknablaðsins.Í ljósi spurninga sem þessara undirstrikar Þorbjörn að áður en nokkuð er ákveðið verði að fara fram víðtæk umræða í samfélaginu um þessi mál. Þeirri umræðu þarf að gefa mörg ár og mikið rými enda mörg siðfræðileg vafamál sem þarf að taka tillit til. „Ég held að við séum ekki kominn á þann stað í umræðunni að það sé tímabært að lög neyði þetta,“ segir Þorbjörn. „Þetta snýst heldur ekki bara um heilbrigðisstarfsfólk. Það þarf að vera sá andi í samfélaginu að það sé sátt um þetta. Þetta er svo ofboðslega stórt mál.“
Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira