Lífið

Nippurnar í prófæl: „Ætla sjálf aðeins að sýna geirvörtuna en ekki brjóstin“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Myndin sem Facebook sagði of grófa.
Myndin sem Facebook sagði of grófa. mynd/bylgja
„Ég bjó áður til viðburð með mynd af Google þar sem að sást í brjóstin og hann var auðvitað tekinn niður,“ segir Bylgja Babýlons um #FreeTheNipple – NIPPURNAR Í PRÓFÆL. Þar hvetur hún fólk af báðum kynjum til að setja geirvörturnar á sér sem profile mynd á Facebook þann 2. apríl.

Bylgja breytti um forsíðumynd þegar herferðin reið yfir á Twitter en ólíkt Twitter þá ritskoðar Facebook myndir þær sem birtast á vefnum og fjarlægir þær sem þeim finnst þurfa að fjarlægja.

„Persónulega ætla ég eingöngu að setja mynd af annari geirvörtunni ég mér en ekki brjóstið sjálft. Ég veit ekki hvernig aðrir aðrir ætla að gera þetta en það væri áhugavert að sjá hvort geirvörtur strákanna fá að vera áfram eður ei,“ segir Bylgja. Henni þótti nokkuð undarlegt að þegar myndin af henni á brjóstunum var fjarlægð blöstu við henni myndir af vaxtaræktardrengjum á nærbuxunum að sveigja sig og beygja.

„Við ætlum að sjá hvernig þetta tekst núna og þá mögulega að gera þetta aftur síðar. Það fer eftir því hver viðbrögð Facebook verða.“ 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×