Lífið

Geyma eða gleyma: Á þessi jakki að fara á haugana?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jakkinn var keyptur árið 2004 í Zöru.
Jakkinn var keyptur árið 2004 í Zöru. vísir/vilhelm
Tískan fer oft í hringi og sumar flíkur sem þóttu hallærislegar fyrir nokkrum árum eru kannski í dag komnar aftur í tísku.

Lífið á Vísi hefur ákveðið að byrja með nýjan dagskrálið þar sem lesendur eru spurðir álits um allskonar flíkur. Lífið fékk senda mynd af jakka sem var keyptur í Zöru árið 2004.

Ef lesendur okkar eiga flíkur heima sem þeir eru að velta fyrir sér hvort gangi eða ekki, mega endilega senda póst á stefanp@365.is.

„Hann var keyptur í Zöru og var á útsölu, sem mér er auðvitað fyrirmunað að skilja,“ segir eigandi jakkans.

„Mig minnir að hann hafi kostað eitthvað um þrjú þúsund krónur þannig ég þurfti ekki að hugsa mig sérstaklega lengi um. Ég keypti hann þegar ég var í tíunda bekk minnir mig og á þeim tíma svolítið að reyna að finna minn stíl. Ég hef farið í hann nokkrum sinnum síðan þá en verið í stökustu vandræðum með að ákveða hvort hann sé málið eða ekki.“

Eigandi jakkans segist hafa fundið hann upp á háalofti hjá foreldrum sínum og ákveðið að taka hann með sér fatamarkað sem hún hélt á dögunum, en hann seldist ekki.

„Sem kom mér skiljanlega mikið á óvart.“

Nú spyrjum við okkar lesendur,  geyma eða gleyma?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×