Nauðsynlegt að vera meðvituð um sorg þeirra sem skilja Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 22. október 2015 10:00 Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, segir samfélagið viðurkenna sorg vegna andláts maka en ekki átta sig á sorg sem fylgir skilnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það er ekki bara sá sem verður eftir við skilnað sem syrgir, heldur einnig sá sem fer. Ég hef verið prestur í yfir 25 ár og hef mjög oft orðið vör við þetta í starfi mínu. Fólk syrgir brostinn draum,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra og höfundur bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? Sjálf skildi Guðný fyrir 15 árum eftir 18 ára sambúð. „Ég hef reynt þetta á eigin skinni og í starfi mínu í sálgæslu. Í meistaranámi mínu ákvað ég þess vegna að bera saman sorgarferli kvenna sem misstu maka við andlát og kvenna sem misstu maka við skilnað. Ég kannaði þetta hjá konum en það má alveg heimfæra þetta á karlana. Niðurstöðurnar urðu eins og ég bjóst við. Sorgarferlið var í algjörum samhljóm. Konurnar notuðu sömu orðin yfir vanlíðan sína og líkamleg einkenni voru sams konar. Viðbrögð samfélagsins voru hins vegar gjörólík.“ Guðný bendir á að samfélagið viðurkenni sorg vegna dauða en átti sig ekki á sorg sem fylgir skilnaði. „Það sagði mér kona að sér hefði fundist sem allir þeir sem fylltu kirkjuna við útför mannsins hennar hefðu borið sorgina með henni. Við konu sem var að skilja var sagt að hún ætti að vera fegin að vera laus við karlinn.“Viðurkenna þarf sorgina Markmiðið með ritun bókarinnar segir Guðný vera að koma til móts við þau sem gengið hafa í gegnum skilnað og viðurkenna sorg þeirra. „Það þarf að hjálpa þeim til að komast í gegnum þennan djúpa dal. Bókin er líka fyrir okkur hin sem þekkjum einhvern sem hefur skilið. Ég held að það sé ekki til sú fjölskylda í landinu sem hefur ekki upplifað skilnað einhvers ættingja eða vinar.“ Skilnaður þarf auðvitað ekki að vera það versta sem kemur fyrir, að mati Guðnýjar. „Við lærum af honum og vonandi verðum við betri manneskjur fyrir bragðið. En ég held að það vanti svolítið seiglu í nútímamanninn. Við gleymum því að réttindi og skyldur haldast í hendur. Það er ekki við manneskjuna sjálfa að sakast, heldur umhverfið. Menn skipta út bíl og sófa og svo líka maka.“Bitnar á þeim sem síst skyldi Presturinn kveðst hafa áhyggjur af tíðum skilnuðum á Íslandi. „Við megum auðvitað ekki gera lítið úr vanlíðan í hjónabandi en það er spurning hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í málunum áður en allt er orðið brotið. Svo óska ég þess að fólk vandaði sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. Tilfinningarnar eru oft svo rosalega miklar að það er ekki pláss fyrir skynsemi. Oftast bitnar það á þeim sem síst skyldi. Ég vildi að það væri til sérstök kveðjuathöfn fyrir þá sem skilja. Að fólk kveðjist fallega þegar það tekur niður hringana, þakki fyrir það sem það átti og biðji fyrir því sem fram undan er.“ Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira
„Það er ekki bara sá sem verður eftir við skilnað sem syrgir, heldur einnig sá sem fer. Ég hef verið prestur í yfir 25 ár og hef mjög oft orðið vör við þetta í starfi mínu. Fólk syrgir brostinn draum,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra og höfundur bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? Sjálf skildi Guðný fyrir 15 árum eftir 18 ára sambúð. „Ég hef reynt þetta á eigin skinni og í starfi mínu í sálgæslu. Í meistaranámi mínu ákvað ég þess vegna að bera saman sorgarferli kvenna sem misstu maka við andlát og kvenna sem misstu maka við skilnað. Ég kannaði þetta hjá konum en það má alveg heimfæra þetta á karlana. Niðurstöðurnar urðu eins og ég bjóst við. Sorgarferlið var í algjörum samhljóm. Konurnar notuðu sömu orðin yfir vanlíðan sína og líkamleg einkenni voru sams konar. Viðbrögð samfélagsins voru hins vegar gjörólík.“ Guðný bendir á að samfélagið viðurkenni sorg vegna dauða en átti sig ekki á sorg sem fylgir skilnaði. „Það sagði mér kona að sér hefði fundist sem allir þeir sem fylltu kirkjuna við útför mannsins hennar hefðu borið sorgina með henni. Við konu sem var að skilja var sagt að hún ætti að vera fegin að vera laus við karlinn.“Viðurkenna þarf sorgina Markmiðið með ritun bókarinnar segir Guðný vera að koma til móts við þau sem gengið hafa í gegnum skilnað og viðurkenna sorg þeirra. „Það þarf að hjálpa þeim til að komast í gegnum þennan djúpa dal. Bókin er líka fyrir okkur hin sem þekkjum einhvern sem hefur skilið. Ég held að það sé ekki til sú fjölskylda í landinu sem hefur ekki upplifað skilnað einhvers ættingja eða vinar.“ Skilnaður þarf auðvitað ekki að vera það versta sem kemur fyrir, að mati Guðnýjar. „Við lærum af honum og vonandi verðum við betri manneskjur fyrir bragðið. En ég held að það vanti svolítið seiglu í nútímamanninn. Við gleymum því að réttindi og skyldur haldast í hendur. Það er ekki við manneskjuna sjálfa að sakast, heldur umhverfið. Menn skipta út bíl og sófa og svo líka maka.“Bitnar á þeim sem síst skyldi Presturinn kveðst hafa áhyggjur af tíðum skilnuðum á Íslandi. „Við megum auðvitað ekki gera lítið úr vanlíðan í hjónabandi en það er spurning hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í málunum áður en allt er orðið brotið. Svo óska ég þess að fólk vandaði sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja. Tilfinningarnar eru oft svo rosalega miklar að það er ekki pláss fyrir skynsemi. Oftast bitnar það á þeim sem síst skyldi. Ég vildi að það væri til sérstök kveðjuathöfn fyrir þá sem skilja. Að fólk kveðjist fallega þegar það tekur niður hringana, þakki fyrir það sem það átti og biðji fyrir því sem fram undan er.“
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira