Sigmundur sagði Árna Pál hafa engan áhuga á að spyrja um verðtrygginguna Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2015 14:34 Árni Páll og Sigmundur Davíð tókust á í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag. vísir/vilhelm/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig á því í óundirbúnum fyrirspurnum hvers vegna Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, nýtti ekki tækifærið til að spyrja hann um afnám verðtryggingarinnar undir liðnum óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fyrr um morguninn hafði átt sér stað rúmlega klukkustundarlöng umræða þar sem rædd var dagskrárbreytingartillaga stjórnarandstöðunnar sem vildi fá sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingarinnar. Stjórnarliðar felldu tillöguna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram beiðni um slíka umræðu í febrúar síðastliðnum, aftur í haust og ítrekaði hana í gær. Sigmundur Davíð hefur ekki orðið við þeirri beiðni því málið sé á borði efnahags- og fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Sigmundur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann væri tilbúinn hvenær sem er að ræða verðtrygginguna við hvern sem er.Forsætisráðherra lýsti sérkennilegri stöðu Um leið og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafði verið tilkynnt tóku við óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi. Árni Páll var fyrstu á mælendalista þar sem hann spurði Sigmund Davíð hvort forsendur samkomulags ríkisstjórnarinnar við erlenda kröfuhafa verði kynntar opinberlega áður en ríkisstjórnin hleypir kröfuhöfum úr landi. Sigmundur Davíð sagði það vera sérkennilega stöðu að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu í gíslingu á annan klukkutíma þar sem hún heimtaði svör við spurningum um verðtrygginguna. „Og á meðan var ekki hægt að svara spurningum þingmanna. Nú þegar Árni Páll Árnason fær tækifæri til að spyrja spurninga þá hefur hann engan áhuga á að spyrja um verðtryggingu. Hann spyr í staðinn um mál sem hann hefur spurt um áður og hefur fengið svör við áður, mál sem hann hafði misst af þegar svarað var sömu spurningu frá öðrum þingmönnum, meðal annars varaformanni Samfylkingarinnar.“Sagði Árna Pál þykjast koma af fjöllum Sigmundur sagði Árna Pál virðast alltaf vera að koma af fjöllum þegar umræðan snýst um losun hafta og uppgjör föllnu bankanna. „Það stendur ekki til að veita afslátt af stöðugleikaskattinum. Það kom fram þegar áform stjórnvalda um stöðugleika hafta voru kynnt, þar væru tvær leiðar færar, báðar leiðir væru til þess hannaðar að ná sama markmiði, báðar leiðir væru til þess hannaðar að leysa jafn stóran efnahagslegan vanda. Það myndi gerast með ólíkum hætti en einn af kostunum við stöðugleikaskilyrða leiðina er sú að hún lagaði sig að umfangi vandans sama hversu stór hann reyndist, jafnvel þó hann reyndist stærri heldur en næmi skattinum, myndi sú leið laga sig að umfangi vandans,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að Seðlabankinn og fjármálaráðherra munu ekki fallast á stöðugleikaskilyrðin, þar með talið stöðugleikaframlagið, nema þau uppfylli það sem þeim var ætlað. „Þetta hefur legið fyrir frá því málið var fyrst kynnt og það er fráleitt hjá þingmanni að koma hérna hvað eftir annað og þykjast algerlega koma af fjöllum með þetta allt saman.“Sagði eftirtektarvert að Sigmundur svaraði ekki spurningunni Árni Páll sagði það eftirtektarvert að Sigmundur hefði ekki svarað spurningu hans, hvort forsendur verði gerðar opinberar og hvort þingið fái tækifæri til að rýna þær áður en ríkisstjórnin ákveður að hleypa erlendum kröfuhöfum úr landi. Hann sagði það vera fullnaðaraðgerð því þá væru kröfuhafarnir „sloppnir úr landi“ og ekki hægt að gera kröfur á þá. Árni Páll sagði sporin hræða því forsendurnar væru óljósar.Kröfuhafar „dauðfegnir“ að losna við bankann Sagði hann það hafa verið undarlegar fréttir að kröfuhafar Glitnis hafi ákveðið að afhenda ríkinu Íslandsbanka aftur, því þeir hefðu ekki geta selt hann í útlöndum. „Þannig að þeir eru dauðfegnir að losna við hann. Og íslenska ríkið getur ekki sent hann til erlendra kaupenda miðað við þetta og þá þarf að selja hann innanlands og er það kannski ástæðan fyrir gleði ríkisstjórnarinnar með þá tillögu að þeir eru með kaupendur nú þegar í huga. Því það er alls ekki ljóst að þessi greiðasemi við kröfuhafana að losa þá við þennan eignarhlut hafi verið í þjóðarþágu.“Málflutningurinn í besta falli hlægilegur Sigmundur Davíð sagði þennan málflutning Árna Páls í besta falli hlægilegan. „Hann skilur ekki helstu staðreyndir málsins, kröfuhafar hljóta að vera dauðfegnir að losna við eignina, banka sem er með eigið fé upp á 185 milljarða. Þingmaður heldur þessu fram hafandi verið í ríkisstjórn sem ekki aðeins afhenti þennan banka kröfuhöfunum og fleiri banka, heldur ætlaði auk þess að setja nokkur hundruð milljarða til viðbótar á skattgreiðendur til að hlaupa undir bagga með gjaldþrota bönkum,“ sagði Sigmundur.Dómstólar skera úr um nauðasamninga Hann sagði forsendurnar liggja fyrir og gert verð enn betur grein fyrir þeim þegar þar að kemur. Hann sagði Árna Pál einnig misskilja þegar hann haldi því fram að ríkisstjórnin hleypi kröfuhöfunum úr landi. „Það er ekki ríkisstjórnin sem hleypir þessu í gegn, þetta fer fyrir dómstóla á endanum sem skera úr um það hvort fallist skuli á nauðasamninga.“ Alþingi Tengdar fréttir „Mun vonandi hjálpa stjórnvöldum við að bæta fjármálakerfið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það verða til bóta að ríkið fari með stjórn meirihluta fjármálakerfisins hér á landi. 20. október 2015 19:29 Felldu tillögu um sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um afnám verðtryggingar Forsætisráðherrann sakaður um undanbrögð. 22. október 2015 11:58 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23 Fast skotið á Sigmund vegna afnáms verðtryggingarinnar Sagður sitja í stóli forsætisráðherra út á svikið kosningaloforð. 21. október 2015 16:56 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra furðaði sig á því í óundirbúnum fyrirspurnum hvers vegna Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, nýtti ekki tækifærið til að spyrja hann um afnám verðtryggingarinnar undir liðnum óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Fyrr um morguninn hafði átt sér stað rúmlega klukkustundarlöng umræða þar sem rædd var dagskrárbreytingartillaga stjórnarandstöðunnar sem vildi fá sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingarinnar. Stjórnarliðar felldu tillöguna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram beiðni um slíka umræðu í febrúar síðastliðnum, aftur í haust og ítrekaði hana í gær. Sigmundur Davíð hefur ekki orðið við þeirri beiðni því málið sé á borði efnahags- og fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Sigmundur sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann væri tilbúinn hvenær sem er að ræða verðtrygginguna við hvern sem er.Forsætisráðherra lýsti sérkennilegri stöðu Um leið og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafði verið tilkynnt tóku við óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi. Árni Páll var fyrstu á mælendalista þar sem hann spurði Sigmund Davíð hvort forsendur samkomulags ríkisstjórnarinnar við erlenda kröfuhafa verði kynntar opinberlega áður en ríkisstjórnin hleypir kröfuhöfum úr landi. Sigmundur Davíð sagði það vera sérkennilega stöðu að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu í gíslingu á annan klukkutíma þar sem hún heimtaði svör við spurningum um verðtrygginguna. „Og á meðan var ekki hægt að svara spurningum þingmanna. Nú þegar Árni Páll Árnason fær tækifæri til að spyrja spurninga þá hefur hann engan áhuga á að spyrja um verðtryggingu. Hann spyr í staðinn um mál sem hann hefur spurt um áður og hefur fengið svör við áður, mál sem hann hafði misst af þegar svarað var sömu spurningu frá öðrum þingmönnum, meðal annars varaformanni Samfylkingarinnar.“Sagði Árna Pál þykjast koma af fjöllum Sigmundur sagði Árna Pál virðast alltaf vera að koma af fjöllum þegar umræðan snýst um losun hafta og uppgjör föllnu bankanna. „Það stendur ekki til að veita afslátt af stöðugleikaskattinum. Það kom fram þegar áform stjórnvalda um stöðugleika hafta voru kynnt, þar væru tvær leiðar færar, báðar leiðir væru til þess hannaðar að ná sama markmiði, báðar leiðir væru til þess hannaðar að leysa jafn stóran efnahagslegan vanda. Það myndi gerast með ólíkum hætti en einn af kostunum við stöðugleikaskilyrða leiðina er sú að hún lagaði sig að umfangi vandans sama hversu stór hann reyndist, jafnvel þó hann reyndist stærri heldur en næmi skattinum, myndi sú leið laga sig að umfangi vandans,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að Seðlabankinn og fjármálaráðherra munu ekki fallast á stöðugleikaskilyrðin, þar með talið stöðugleikaframlagið, nema þau uppfylli það sem þeim var ætlað. „Þetta hefur legið fyrir frá því málið var fyrst kynnt og það er fráleitt hjá þingmanni að koma hérna hvað eftir annað og þykjast algerlega koma af fjöllum með þetta allt saman.“Sagði eftirtektarvert að Sigmundur svaraði ekki spurningunni Árni Páll sagði það eftirtektarvert að Sigmundur hefði ekki svarað spurningu hans, hvort forsendur verði gerðar opinberar og hvort þingið fái tækifæri til að rýna þær áður en ríkisstjórnin ákveður að hleypa erlendum kröfuhöfum úr landi. Hann sagði það vera fullnaðaraðgerð því þá væru kröfuhafarnir „sloppnir úr landi“ og ekki hægt að gera kröfur á þá. Árni Páll sagði sporin hræða því forsendurnar væru óljósar.Kröfuhafar „dauðfegnir“ að losna við bankann Sagði hann það hafa verið undarlegar fréttir að kröfuhafar Glitnis hafi ákveðið að afhenda ríkinu Íslandsbanka aftur, því þeir hefðu ekki geta selt hann í útlöndum. „Þannig að þeir eru dauðfegnir að losna við hann. Og íslenska ríkið getur ekki sent hann til erlendra kaupenda miðað við þetta og þá þarf að selja hann innanlands og er það kannski ástæðan fyrir gleði ríkisstjórnarinnar með þá tillögu að þeir eru með kaupendur nú þegar í huga. Því það er alls ekki ljóst að þessi greiðasemi við kröfuhafana að losa þá við þennan eignarhlut hafi verið í þjóðarþágu.“Málflutningurinn í besta falli hlægilegur Sigmundur Davíð sagði þennan málflutning Árna Páls í besta falli hlægilegan. „Hann skilur ekki helstu staðreyndir málsins, kröfuhafar hljóta að vera dauðfegnir að losna við eignina, banka sem er með eigið fé upp á 185 milljarða. Þingmaður heldur þessu fram hafandi verið í ríkisstjórn sem ekki aðeins afhenti þennan banka kröfuhöfunum og fleiri banka, heldur ætlaði auk þess að setja nokkur hundruð milljarða til viðbótar á skattgreiðendur til að hlaupa undir bagga með gjaldþrota bönkum,“ sagði Sigmundur.Dómstólar skera úr um nauðasamninga Hann sagði forsendurnar liggja fyrir og gert verð enn betur grein fyrir þeim þegar þar að kemur. Hann sagði Árna Pál einnig misskilja þegar hann haldi því fram að ríkisstjórnin hleypi kröfuhöfunum úr landi. „Það er ekki ríkisstjórnin sem hleypir þessu í gegn, þetta fer fyrir dómstóla á endanum sem skera úr um það hvort fallist skuli á nauðasamninga.“
Alþingi Tengdar fréttir „Mun vonandi hjálpa stjórnvöldum við að bæta fjármálakerfið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það verða til bóta að ríkið fari með stjórn meirihluta fjármálakerfisins hér á landi. 20. október 2015 19:29 Felldu tillögu um sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um afnám verðtryggingar Forsætisráðherrann sakaður um undanbrögð. 22. október 2015 11:58 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23 Fast skotið á Sigmund vegna afnáms verðtryggingarinnar Sagður sitja í stóli forsætisráðherra út á svikið kosningaloforð. 21. október 2015 16:56 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
„Mun vonandi hjálpa stjórnvöldum við að bæta fjármálakerfið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það verða til bóta að ríkið fari með stjórn meirihluta fjármálakerfisins hér á landi. 20. október 2015 19:29
Felldu tillögu um sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um afnám verðtryggingar Forsætisráðherrann sakaður um undanbrögð. 22. október 2015 11:58
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51
Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23
Fast skotið á Sigmund vegna afnáms verðtryggingarinnar Sagður sitja í stóli forsætisráðherra út á svikið kosningaloforð. 21. október 2015 16:56