Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins 20. október 2015 06:51 Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu sem barst í nótt. Þessi tillaga er töluverð breyting frá því sem áður var lagt upp með en framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindri tillögu falli að stöðugleikaskilyrðum og skapi forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum.Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér:Hópur kröfuhafa Glitnis hf. hefur lagt til breytingar á fyrri tillögu sinni, sem sett var fram með bréfi 8. júní sl., um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við heildstæða áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var sama dag. Í bréfi sem barst fjármála- og efnahagsráðherra í dag leggja þessir sömu kröfuhafar Glitnis til að öllum eignarhlut Glitnis í Íslandsbanka verði afsalað til ríkisins, sem muni þá eignast bankann að fullu. Hinn 8. júní 2015 birti fjármála- og efnahagsráðuneytið tillögur hóps kröfuhafa Glitnis og ráðgjafa hans um aðgerðir til að greiða fyrir lokum slitameðferðar Glitnis. Þessar aðgerðir miðuðu að því að hlutleysa þá áhættu sem steðjaði að greiðslujöfnuði vegna uppgjörs innlendra eigna slitabúsins. Tillögurnar voru settar fram eftir upplýsingafundi kröfuhafanna og framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta. Síðan þær komu fram hefur slitastjórn Glitnis úfært tillögurnar frekar með stuðningi kröfuhafa. Stjórnvöld hafa frá því í sumar haft upphaflegar tillögur til skoðunar, í þeim tilgangi að meta hvort þær uppfylltu stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sem kynnt hafa verið.Ráðgjafar kröfuhafa Glitnis og framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta áttu fundi 25. september til 13. október sl. vegna tillagnanna frá 8. júní. Í framhaldi af þeim fundum hafa sömu kröfuhafar Glitnis kynnt fjármála- og efnahagsráðherra, sem formanni stýrinefndar um losun fjármagnshafta, endurskoðaðar tillögur. Þær breytingar sem í þeim felast eru helstar eftirfarandi:Sem hluti af stöðugleikaframlagi mun Glitnir afsala öllu hlutafé ISB Holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda. Eigið fé Íslandsbanka nam um 185 ma.kr. í lok júní 2015. Vegna þessarar breytingar falla eftirfarandi þættir í fyrri tillögum kröfuhafa Glitnis niðurAfkomuskiptasamningur um arðsemi hlutafjár Íslandsbanka;Skilyrt skuldabréf að fjárhæð 119 ma.kr.;Arðgreiðsla Íslandsbanka í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 16 ma.kr. til Glitnis og aðrar fyrirhugaðar arðgreiðslur.Framsal lausafjáreigna, reiðufjár og ígildi reiðufjár, mun samkvæmt framangreindri tillögu lækka um 16 ma.kr. vegna fyrirhugaðrar arðgreiðslu í erlendum gjaldeyri til Glitnis, sem ekki verður af, og 36 ma.kr. vegna annarra breytinga sem felast í endurskoðuðum tillögum kröfuhafa Glitnis. Umbreyting innlána Glitnis í erlendum gjaldeyri í Íslandsbanka í staðlaða skuldabréfaútgáfu mun taka mið af sérstöku samkomulagi Glitnis og Íslandsbanka. Glitnir mun greiða fyrir og eignast fyrirgreiðslu ríkissjóðs við Íslandsbanka sem veitt var í formi víkjandi skuldabréfs í erlendri mynt á nafnvirði auk greiðslu áfallinna vaxta.Framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindu bréfi falli að stöðugleikaskilyrðunum sem mótuð voru og að því gefnu að umræddar aðgerðir verði framkvæmdar er það mat framkvæmdahópsins að forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum séu fyrir hendi.Framangreindar aðgerðir eru háðar sömu forsendum og komu fram í tillögum aðila 8. júní 2015, meðal annars um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem heimila Glitni að ljúka slitameðferð þannig að ekki komi til greiðslu stöðugleikaskatts. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu sem barst í nótt. Þessi tillaga er töluverð breyting frá því sem áður var lagt upp með en framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindri tillögu falli að stöðugleikaskilyrðum og skapi forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum.Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér:Hópur kröfuhafa Glitnis hf. hefur lagt til breytingar á fyrri tillögu sinni, sem sett var fram með bréfi 8. júní sl., um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við heildstæða áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta sem kynnt var sama dag. Í bréfi sem barst fjármála- og efnahagsráðherra í dag leggja þessir sömu kröfuhafar Glitnis til að öllum eignarhlut Glitnis í Íslandsbanka verði afsalað til ríkisins, sem muni þá eignast bankann að fullu. Hinn 8. júní 2015 birti fjármála- og efnahagsráðuneytið tillögur hóps kröfuhafa Glitnis og ráðgjafa hans um aðgerðir til að greiða fyrir lokum slitameðferðar Glitnis. Þessar aðgerðir miðuðu að því að hlutleysa þá áhættu sem steðjaði að greiðslujöfnuði vegna uppgjörs innlendra eigna slitabúsins. Tillögurnar voru settar fram eftir upplýsingafundi kröfuhafanna og framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta. Síðan þær komu fram hefur slitastjórn Glitnis úfært tillögurnar frekar með stuðningi kröfuhafa. Stjórnvöld hafa frá því í sumar haft upphaflegar tillögur til skoðunar, í þeim tilgangi að meta hvort þær uppfylltu stöðugleikaskilyrði stjórnvalda sem kynnt hafa verið.Ráðgjafar kröfuhafa Glitnis og framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta áttu fundi 25. september til 13. október sl. vegna tillagnanna frá 8. júní. Í framhaldi af þeim fundum hafa sömu kröfuhafar Glitnis kynnt fjármála- og efnahagsráðherra, sem formanni stýrinefndar um losun fjármagnshafta, endurskoðaðar tillögur. Þær breytingar sem í þeim felast eru helstar eftirfarandi:Sem hluti af stöðugleikaframlagi mun Glitnir afsala öllu hlutafé ISB Holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka hf., til stjórnvalda. Eigið fé Íslandsbanka nam um 185 ma.kr. í lok júní 2015. Vegna þessarar breytingar falla eftirfarandi þættir í fyrri tillögum kröfuhafa Glitnis niðurAfkomuskiptasamningur um arðsemi hlutafjár Íslandsbanka;Skilyrt skuldabréf að fjárhæð 119 ma.kr.;Arðgreiðsla Íslandsbanka í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 16 ma.kr. til Glitnis og aðrar fyrirhugaðar arðgreiðslur.Framsal lausafjáreigna, reiðufjár og ígildi reiðufjár, mun samkvæmt framangreindri tillögu lækka um 16 ma.kr. vegna fyrirhugaðrar arðgreiðslu í erlendum gjaldeyri til Glitnis, sem ekki verður af, og 36 ma.kr. vegna annarra breytinga sem felast í endurskoðuðum tillögum kröfuhafa Glitnis. Umbreyting innlána Glitnis í erlendum gjaldeyri í Íslandsbanka í staðlaða skuldabréfaútgáfu mun taka mið af sérstöku samkomulagi Glitnis og Íslandsbanka. Glitnir mun greiða fyrir og eignast fyrirgreiðslu ríkissjóðs við Íslandsbanka sem veitt var í formi víkjandi skuldabréfs í erlendri mynt á nafnvirði auk greiðslu áfallinna vaxta.Framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta telur að þær aðgerðir sem um ræðir í framangreindu bréfi falli að stöðugleikaskilyrðunum sem mótuð voru og að því gefnu að umræddar aðgerðir verði framkvæmdar er það mat framkvæmdahópsins að forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum séu fyrir hendi.Framangreindar aðgerðir eru háðar sömu forsendum og komu fram í tillögum aðila 8. júní 2015, meðal annars um undanþágu frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sem heimila Glitni að ljúka slitameðferð þannig að ekki komi til greiðslu stöðugleikaskatts.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira