Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2015 07:00 „Ég hef fulla samúð með þingmönnum Framsóknarflokksins sem þurfa að horfa upp á sinn leiðtoga kikna í hnjánum,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Guðlaugur Þór Þórðarson bað Össur vinsamlegast að hætta málþófi. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar. Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar.
Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira