Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2015 07:00 „Ég hef fulla samúð með þingmönnum Framsóknarflokksins sem þurfa að horfa upp á sinn leiðtoga kikna í hnjánum,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Guðlaugur Þór Þórðarson bað Össur vinsamlegast að hætta málþófi. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar. Alþingi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Hart var tekist á um breytingartillöguna og sökuðu fulltrúar meirihlutans á þingi stjórnarandstöðuna um fordæmalausa tillögu og misnotkun á dagskrárliðum þingsins. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðið eftir sérstakri umræðu við forsætisráðherra um verðtryggingu frá því í febrúar síðastliðnum. Í síðustu kosningabaráttu töluðu forsvarsmenn Framsóknarflokksins á þá leið að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Forsætisráðherra hefur nú neitað að ræða við þingið um stefnumál flokksins og bendir á að málefni verðtryggingar séu á könnu fjármálaráðherra.Birgir ÁrmannssonBirgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi dagskrárbreytingartillöguna fordæmalausan leikaraskap til að tefja fyrir umræðu á þingi. „Það eru ótal aðrar aðferðir til að taka þau mál, eftir atvikum verðtryggingu eða hvað annað, á dagskrá í þinginu. Fyrirspurnir, munnlegar, skriflegar, óundirbúnar, fjöldamargar aðrar leiðir, flutningur þingmála og þess háttar,“ sagði Birgir.Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, húðskammaði stjórnarandstöðuna fyrir misnotkun á dagskrá þingsins. „ Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna? Dagskrá vikunnar lá fyrir með samþykki þessara aðila en auðvitað heldur þetta fólk ekki út nokkurt einasta samkomulag. Þetta er lýsandi dæmi þess,“ sagði Vigdís og vandaði minnihlutanum ekki kveðjurnar. „Það var ekki Bjarni Benediktsson sem lofaði afnámi verðtryggingar, það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þess vegna á hann að svara fyrir það hér í þinginu,“ sagði Helgi Hjörvar, einn flutningsmanna. Svandís Svavarsdóttir tók í sama streng. „Það er eftirtektarverður vesaldómur að beina spjótum sínum að samstarfsflokknum.“ Árni Páll Árnason vísir/GVAÁrni Páll Árnason taldi forsætisráðherra ekki hafa mikinn áhuga á að ræða við þingheim. „Það eina sem hann virðist treysta sér til að tala um við þingið sem heyrir undir forsætisráðuneytið er þjóðfáninn, skjaldarmerkið og þjóðsöngurinn,“ sagði Árni Páll. Svo fór að Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu tillöguna um að sérstök umræða færi fram við forsætisráðherra um afnám verðtryggingar.
Alþingi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira