Hugur starfsfólks og íbúa hjá aðstandendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2015 12:09 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur upp úr klukkan hálf eitt í dag. Vísir/Pjetur Íbúar og starfsfólk búsetukjarna Reykjavíkurborgar við Miklubraut eru slegnir og hafa fengið áfallahjálp eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í húsinu í gærkvöldi. Sá hafði orðið fyrir líkamsárás og er karlmaður á fertugsaldri í haldi lögreglu og var krafist gæsluvarðhalds yfir honum fyrir héraðsdómi í hádeginu í dag. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að vel og fagmannlega hafi verið brugðist við af hálfu starfsmanna seint í gærkvöldi og í nótt. Hann hafi sjálfur mætt á vettvang í nótt og var þá þegar unnið að því að hafa samband við aðstandendur íbúa í kjarnanum og upplýsa þá um hvað gerst hafði.Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Eitt flóknasta úrræði borgarinnar Um er að ræða einn af sextíu til sjötíu búsetukjörnum fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Þessi tiltekni kjarni er fyrir geðfatlaða einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða eins og til að mynda með neyslu vímuefna. „Þetta er eitt af okkar flóknustu úrræðum sem þarna er,“ segir Stefán en margir íbúa hafi glímt við vanda sinn árum eða áratugum saman. Áður en úrræðinu var komið á fót höfðu sumir sem glímdu við þessi vandamál búið á götunni. Úrræðið var sett á laggirnar fyrir um áratug síðan að sögn Stefáns en peningar sem ríkissjóður fékk við sölu Símans árið 2005 hafi þar skipt sköpum.Hugur starfsfólks og íbúa hjá aðstandendum Stefán minnir á að lögreglurannsókn standi yfir sem muni leiða í ljós hvað varð til þess að manninum var ráðinn bani. „Við fyrstu yfirferð er ekkert sem bendir til þess að það hafi eitthvað verið gert sem ekki átti að gera eða hafi verið í ósamræmi við það vinnulag sem þarna tíðkast,“ segir Stefán. Málið verði þó eðlilega skoðað gaumgæfilega og athugað hvort eitthvað megi lagfæra í verklaginu með hliðsjón af þessum atburði. Að sögn Stefáns eru allir, hvort sem er starfsfólk eða íbúar, mjög slegnir yfir atburðum gærkvöldsins. Starfsfólk muni halda áfram að aðstoða íbúa í gegnum áfallið og sinna þeirra þörfum eins og áður. „Við þurfum líka að huga að starfsmönnum sem þarna eru og þeirra líðan. Það eru allir mjög slegnir, eðlilega. Starfsmenn þekktu þá sem hlut eiga að máli og hugur þeirra og íbúa er hjá aðstandendum.“ Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna gruns um manndráp Mikill viðbúnaður var á staðnum. 22. október 2015 23:13 Manndráp við Miklubraut: Hinn grunaði á fertugsaldri Lögregla hefur lagt hald á eggvopn sem talið er að hafi verið notað við verknaðinn. 23. október 2015 08:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Íbúar og starfsfólk búsetukjarna Reykjavíkurborgar við Miklubraut eru slegnir og hafa fengið áfallahjálp eftir að karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í húsinu í gærkvöldi. Sá hafði orðið fyrir líkamsárás og er karlmaður á fertugsaldri í haldi lögreglu og var krafist gæsluvarðhalds yfir honum fyrir héraðsdómi í hádeginu í dag. Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að vel og fagmannlega hafi verið brugðist við af hálfu starfsmanna seint í gærkvöldi og í nótt. Hann hafi sjálfur mætt á vettvang í nótt og var þá þegar unnið að því að hafa samband við aðstandendur íbúa í kjarnanum og upplýsa þá um hvað gerst hafði.Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Eitt flóknasta úrræði borgarinnar Um er að ræða einn af sextíu til sjötíu búsetukjörnum fyrir fatlað fólk í Reykjavík. Þessi tiltekni kjarni er fyrir geðfatlaða einstaklinga sem eiga við fjölþættan vanda að stríða eins og til að mynda með neyslu vímuefna. „Þetta er eitt af okkar flóknustu úrræðum sem þarna er,“ segir Stefán en margir íbúa hafi glímt við vanda sinn árum eða áratugum saman. Áður en úrræðinu var komið á fót höfðu sumir sem glímdu við þessi vandamál búið á götunni. Úrræðið var sett á laggirnar fyrir um áratug síðan að sögn Stefáns en peningar sem ríkissjóður fékk við sölu Símans árið 2005 hafi þar skipt sköpum.Hugur starfsfólks og íbúa hjá aðstandendum Stefán minnir á að lögreglurannsókn standi yfir sem muni leiða í ljós hvað varð til þess að manninum var ráðinn bani. „Við fyrstu yfirferð er ekkert sem bendir til þess að það hafi eitthvað verið gert sem ekki átti að gera eða hafi verið í ósamræmi við það vinnulag sem þarna tíðkast,“ segir Stefán. Málið verði þó eðlilega skoðað gaumgæfilega og athugað hvort eitthvað megi lagfæra í verklaginu með hliðsjón af þessum atburði. Að sögn Stefáns eru allir, hvort sem er starfsfólk eða íbúar, mjög slegnir yfir atburðum gærkvöldsins. Starfsfólk muni halda áfram að aðstoða íbúa í gegnum áfallið og sinna þeirra þörfum eins og áður. „Við þurfum líka að huga að starfsmönnum sem þarna eru og þeirra líðan. Það eru allir mjög slegnir, eðlilega. Starfsmenn þekktu þá sem hlut eiga að máli og hugur þeirra og íbúa er hjá aðstandendum.“
Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna gruns um manndráp Mikill viðbúnaður var á staðnum. 22. október 2015 23:13 Manndráp við Miklubraut: Hinn grunaði á fertugsaldri Lögregla hefur lagt hald á eggvopn sem talið er að hafi verið notað við verknaðinn. 23. október 2015 08:54 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Manndráp við Miklubraut: Hinn grunaði á fertugsaldri Lögregla hefur lagt hald á eggvopn sem talið er að hafi verið notað við verknaðinn. 23. október 2015 08:54