Lífið

Ólafur Darri um Steven Spielberg: „Æðislegur gaur“

Birgir Olgeirsson skrifar
„Hann er einhver almennilegasti maður sem ég hef hitt,“ sagði leikarinn Ólafur Darri Ólafsson um leikstjórann StevenSpielberg í Loga í beinni í kvöld. Ólafur Darri leikur í mynd Spielbergs sem nefnist TheBFG, eða TheBigFriendlyGiant, en tökur á myndinni fóru fram fyrr í ár.

Logi Bergmann spurði Ólaf Darra hvernig var að vinna með Spielberg og svaraði leikarinn að það hefði verið æðislegt. Hann ólst upp við myndir Spielbergs eins og svo margir og nefnir sem dæmir Indiana Jones: Raiders of the Lost Arc, Jaws og CloseEncounters of theThird Kind.

Hann sagði ferlið allt saman hafa verið ótrúlegt. Hann sagði Spielberg ekki taka leikara í áheyrnaprufur, allavega mjög sjaldan, og þegar Ólafur Darri var við leik í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð fyrr í vetur fékk hann þær fréttir frá umboðsmanni sínum að Steven Spilberg vildi fá hann í mynd.

Ólafur sagðist ekki hafa tekið mikið mark á því, hann hafði áður fengið slíkar meldingar og svo varð ekkert úr þeim áhuga. Síðan fær hann að vita að Spielberg hafi enn áhuga á honum og Ólafur átti erfitt með að trúa því.

„Ég trúði þessu ekki fyrr en ég byrjaði fyrsta tökudag og hitti hann og vann með honum,“ sagði Ólafur Darri og svaraði aðspurður að Spielberg væri „æðislegur gaur“.  „Hann er einhver almennilegasti maður sem ég hef hitt. Frábær leikstjóri.“

Ólafur Darri tók einnig þátt í hrekk í Loga í beinni sem má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Ólafur Darri í Spielbergmynd

Ólafur Darri leikur risa í nýrri mynd eftir Steven Spielberg, BFG, sem byggð er á sögu eftir Roald Dahl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×