Pírati finnur lykt af vitleysu vegna orða biskups Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. október 2015 10:09 Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir orð Agnesar M. Sigurðardóttur um að skilgreina þurfi aðskilnað ríkis og kirkju. Vísir/VILHELM Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei. Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist finna lykt af vitleysu þegar fólk fer að flækja jafnvel einföldustu hugtök með spurningum um skilgreiningar, sem öllum ætti að vera ljós. Þetta segir hann og vísar í ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups sem í gær sagði í samtali við RÚV að aðskilnaður ríkis og kirkju hafi þegar farið fram en spurði svo: „Hvað þýðir aðskilnaður, ég vil fyrst skilgreina það.“ Í pistli sem Helgi Hrafn birtir á vefsíðu sinni segir hann að það ætti öllum að vera mjög ljóst að aðskilnaður ríkis og kirkju þýði að Þjóðkirkjan yrði ekki lengur sérstaklega tilgreind í stjórnarskrá og landslögum, heldur væri með sömu stöðu, réttindi og skyldur og öll önnur trú- og lífsskoðunarfélög. „Svo er hitt að biskupinn getur verið mótfallinn aðskilnaði ríkis og kirkju, sem hann hefur fullan rétt til, en þá er alger óþarfi að kalla eftir einhverjum nýjum skilgreiningum til að tjá þá annars afleitu afstöðu,“ skrifar þingmaðurinn. Tekist hefur verið á um aðskilnað ríkis og kirkju um alllangt skeið. Ný skoðanakönnun Gallup sýnir að meirihluti landsmanna er hlynntur aðskilnað, eða 55,5 prósent. Það er aukning um tæp fimm prósentustig frá sambærilegri könnun í september á síðasta ári. Í sömu könnun kom í ljós að stuðningsmenn Pírata eru líklegastir til að vera hlynntir aðskilnað ríkis og kirkju. Í þjóðaratkvæðagreiðslu um ákvæði nýrrar stjórnarskrár var hins vegar meirihluti fyrir því að halda inni ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni. 51,1 prósent þátttakenda sögðu já við ákvæði um þjóðkirkju en aðeins 38,3 prósent nei.
Alþingi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira