Skelfilegt ástand við landamæri Slóveníu og Króatíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2015 22:39 Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. Tvö þúsund nýir flóttamenn komu til Slóveníu í dag en í gær voru þeir um fjögur þúsund. Flóttamennirnir streyma yfir landamærin við Króatíu nálægt Rigonce. Þessar myndir (sjá myndskeið) voru teknar af sjálfboðaliðum í Rigonce við landamærin aðfaranótt sunnudags. Á fésbókarsíðu Are You Syrious má sjá myndir sem sjálfboðaliðar hafa tekið í Rigonce en þær nýjustu birtust fyrir 3 klst. Sjálfboðaliðar á landamærunum lýsa hörmungarástandi sem þetta fólk býr við. Það er án vetrarfatnaðar og matar en hitastig fer nú hratt lækkandi á þessum slóðum. Króatísk stjórnvöld hafa flutt flóttamenn í stórum stíl að landamærunum við Slóveníu og á fréttavef BBC var talað um að króatísk stjórnvöld væru að „dömpa“ þeim eða losa sig við þá við landamærin, eins ómannúðlega og það hljómar. Sjálfboðaliði sem er staddur við Rigonce á landamærunum segir að staðurinn sé „helvíti á jörðu.“ Maturinn sé ekki upp á marga fiska, einn læknir sé á svæðinu til að sinna mörg þúsund manns og engin lyf séu til staðar. Þá vantar rennandi vatn og hreinlætisvörur. Þetta fólk sem er við landamæri Króatíu og Slóveníu kemur inn í Króatíu gegnum Serbíu. Mikill fjöldi þeirra er frá Sýrlandi en einnig Írak, Íran og Norðaustur-Afríku. Eftir að Ungverjar lokuðu sunnanverðum landamærum sínum með vírgirðingu færðist leið flóttamanna inn í álfuna gegnum Króatíu og þaðan til Slóveníu en sextíu þúsund flóttamenn hafa komið til Slóveníu á síðustu tíu dögum. Flóttamannastraumurinn inn í álfuna eru stærstu búferlaflutningar í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Algjört hörmungarástand er við landamæri Króatíu og Slóveníu en króatísk yfirvöld flytja flóttamenn í stórum stíl og skilja þá eftir við landamærin. Tvö þúsund nýir flóttamenn komu til Slóveníu í dag en í gær voru þeir um fjögur þúsund. Flóttamennirnir streyma yfir landamærin við Króatíu nálægt Rigonce. Þessar myndir (sjá myndskeið) voru teknar af sjálfboðaliðum í Rigonce við landamærin aðfaranótt sunnudags. Á fésbókarsíðu Are You Syrious má sjá myndir sem sjálfboðaliðar hafa tekið í Rigonce en þær nýjustu birtust fyrir 3 klst. Sjálfboðaliðar á landamærunum lýsa hörmungarástandi sem þetta fólk býr við. Það er án vetrarfatnaðar og matar en hitastig fer nú hratt lækkandi á þessum slóðum. Króatísk stjórnvöld hafa flutt flóttamenn í stórum stíl að landamærunum við Slóveníu og á fréttavef BBC var talað um að króatísk stjórnvöld væru að „dömpa“ þeim eða losa sig við þá við landamærin, eins ómannúðlega og það hljómar. Sjálfboðaliði sem er staddur við Rigonce á landamærunum segir að staðurinn sé „helvíti á jörðu.“ Maturinn sé ekki upp á marga fiska, einn læknir sé á svæðinu til að sinna mörg þúsund manns og engin lyf séu til staðar. Þá vantar rennandi vatn og hreinlætisvörur. Þetta fólk sem er við landamæri Króatíu og Slóveníu kemur inn í Króatíu gegnum Serbíu. Mikill fjöldi þeirra er frá Sýrlandi en einnig Írak, Íran og Norðaustur-Afríku. Eftir að Ungverjar lokuðu sunnanverðum landamærum sínum með vírgirðingu færðist leið flóttamanna inn í álfuna gegnum Króatíu og þaðan til Slóveníu en sextíu þúsund flóttamenn hafa komið til Slóveníu á síðustu tíu dögum. Flóttamannastraumurinn inn í álfuna eru stærstu búferlaflutningar í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira