Einn lögregluþjónn á hverja 2.000 ferðamenn Svavar Hávarðsson skrifar 14. október 2015 07:00 Verkefnum lögreglu vegna ferðamanna hefur fjölgað um tugi prósenta árlega - en á sama tíma hefur fækkað í liði þeirra. vísir/valli Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra. Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Stöðug fjölgun ferðamanna undanfarin ár reynir mjög á þolrif lögreglu, enda hefur verkefnum þeim tengdum fjölgað um tugi prósenta í réttu hlutfalli við fjölgun þeirra. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur lengi legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007 úr 712 í 640, sem voru við störf í febrúar síðastliðnum. „Það er ljóst að það þarf a.m.k. 200 lögreglumenn í lögregluliðið eins og það er í dag til að lögreglan geti sómasamlega sinnt lögboðnum skyldum sínum,“ sagði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, við Fréttablaðið. Undir þá skoðun tók Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sem telur að lögreglan þyrfti að hafa á að skipa 860 lögregluþjónum hið minnsta miðað við verkefni og skyldur. Þegar tölfræði ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna frá árinu 2007 til 2015 er borin saman við upplýsingar um komur ferðamanna á sama tímabili kemur í ljós að árið 2007 var einn lögregluþjónn að störfum fyrir hvern 680 ferðamann. Hóflegar spár um fjölda ferðamanna árið 2015 sýna að á hvern lögregluþjón á landinu koma til landsins í ár um 2.000 ferðamenn. Í skýrslu innanríkisráðherra frá 2013 – Skýrsla um eflingu lögreglunnar; Nefnd um gerð löggæsluáætlunar um Ísland – er talið nauðsynlegt að fjölga lögregluþjónum um 253 til ársins 2017. Þar er tiltekið hvað það þýðir fyrir hvert umdæmi lögreglu í landinu, og sagt að Suðurland skuli hafa 60 manna lið árið 2017. Kjartan Þorkelsson er lögreglustjóri á Suðurlandi, en þar er þungi af tíðari komum ferðamanna á landsbyggðinni hvað mestur. „Við erum 37 í dag fyrir svæðið frá Höfn í Hornafirði að Selfossi. Álagið er gríðarlega mikið og við gerum skýlausa kröfu um að lögreglumönnum verði fjölgað,“ segir Kjartan. Spurður um aukið álag vegna ferðaþjónustunnar segir Kjartan að gullni hringurinn, hálendið, Þórsmörk, Reynisfjara, Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og Jökulsárlón falli undir þeirra verksvið svo fáeinir staðir séu nefndir sem ferðamenn sækja í þúsunda vís. Kjartan segir að það liggi í hlutarins eðli að mikill tími fari í að sinna ferðafólki og á meðan líði frumkvæðisrannsóknir af öllu tagi fyrir. Síðan verði að skoða öryggisþáttinn sérstaklega – bæði fyrir ferðamenn og alla aðra.
Tengdar fréttir Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Stórlega þarf að fjölga í lögreglu um allt land Undirmönnun í lögregluliði landsins hefur legið fyrir árum saman. Hið minnsta þarf að fjölga um 200 manns í lögreglunni á landsvísu – er viðurkennt af ríkislögreglustjóra jafnt sem stjórnvöldum. Bæta þarf við milljörðum króna. 13. október 2015 07:00