Innlent

Hættustigi vegna Skaftárhlaups aflétt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa í samráði við vísindamenn ákveðið að aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups. Hættustigi var lýst yfir í byrjun mánaðar vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli.



Hlaupið jókst mun hraðar en sést hafði í fyrri hlaupum og fljótlega varð ljóst að þetta yrði stærsta hlaup sem mælst hafi. Umferðarmannvirki og ræktarland skemmdust og enn er verið að meta áhrif á brúna yfir Eldvatn hjá Ásum, en verulega gróf frá undirstöðum hennar, að því er segir á vef Almannavarna.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×