Innlent

Hættustigi vegna Skaftárhlaups aflétt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa í samráði við vísindamenn ákveðið að aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups. Hættustigi var lýst yfir í byrjun mánaðar vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli.

Hlaupið jókst mun hraðar en sést hafði í fyrri hlaupum og fljótlega varð ljóst að þetta yrði stærsta hlaup sem mælst hafi. Umferðarmannvirki og ræktarland skemmdust og enn er verið að meta áhrif á brúna yfir Eldvatn hjá Ásum, en verulega gróf frá undirstöðum hennar, að því er segir á vef Almannavarna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.