Kennarar í HÍ sekir um verkfallsbrot: „Gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2015 17:10 Verkfallsverðir í Háskóla Íslands í seinustu viku. vísir/pjetur Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Kennarar í Háskóla Íslands hafa fært til kennslu í verkfalli SFR þar sem engar byggingar eða skólastofur eru opnaðar í verkfallinu, fyrir utan stofur í Háskólabíói. Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafullrúi SFR, segir að kennarar hafi meðal annars fært kennslu úr húsi eða í aðrar stofur innan skólans sem eru opnar en hún segir að slíkt sé klárt verkfallsbrot. „Þetta er synd því rektor gaf það strax út að hann ætlaði að vinna með okkur og ekki opna sjálfur en þarna detta inn svona einstaka kennarar og einstaka deildir sem líta á það sem forgangsmál að fá nemendur í tíma og þannig gefa skít í launabaráttu þeirra sem eru lægra settir á staðnum. Það er auðvitað bara skelfilegt mál,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Náms-og kennslunefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sendi starfsfólki HÍ tölvupóst um helgina þar sem kennarar voru hvattir til að nýta sér upplýsingatæknina í kennslunni í verkfallinu, meðal annars með því að taka upp fyrirlestra. Sólveig segir að SFR geri ekki athugasemdir ef kennarar kjósi að setja upp nokkurs konar „stafrænar kennslustofur.“ Það að færa kennsluna til vegna verkfallsins megi hins vegar ekki.„Sá sem gerir þetta vanalega er í verkfalli“ Hún segist ekki vera með tölu á um hversu mörg brot sé að ræða en þau séu nokkur. Þá hafa einnig verið verið verkfallsbrot í framhaldsskólum. Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er til dæmis skrifstofufólk í verkfalli og á það við um fleiri skóla. Auk þess eru umsjónarmenn bygginga í ýmsum framhaldsskólum í verkfalli. „Verkfallsverðir fóru í Fjölbrautaskólann í Breiðholti í dag. Þar var skrifstofan opin og starfsmaður sem gekk í störf skrifstofufólksins. Svo sagði hann þessa gullnu setningu fyrir framan verkfallsverðina þegar það kom nemandi þarna aðvífandi: „Já, bíddu, ég ætla að reyna að finna þetta. Sá sem gerir þetta venjulega er í verkfalli.““Kemur á óvart að kennarar stundi verkfallsbrot Sólveig segir að það komi sér á óvart að kennarar skuli ekki standa betur við bakið á þeim félagsmönnum SFR sem eru í verkfalli, ekki síst þar sem kennarar þekki harða kjarabaráttu af eigin raun. Framhaldsskólakennarar hafa til að mynda oft farið í verkfall. „Þá hefur okkar fólk verið að standa með þeim því þetta er náttúrulega fólk sem vinnur mjög þétt saman, starfsfólk á skrifstofu og kennarar. Í sumum framhaldsskólum er svo rektor eða skólameistari að opna byggingar og stofur, og það er ekki verkfallsbrot, en það vantar samt þessa spurningu hvort að þetta sé það sem skólayfirvöld vilja sýna? Þarna er stór hópur í verkfalli og á þá bara að ganga í þeirra störf?“ Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL og samninganefnd ríkisins sitja enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara en hann hófst klukkan 14 í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14 Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32 Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52 Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Rektor má opna byggingar og kennslustofur Háskóla Íslands í verkfalli SFR Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir stöðuna alvarlega en mun virða verkfallsrétt umsjónarmanna fasteigna skólans. 9. október 2015 15:14
Fundur hafinn: „Viðræðurnar eru á mjög viðkvæmum stað“ Undantekning að ræstingafólk sé í SFR. 19. október 2015 13:32
Formaður SHÍ um verkfall SFR: „Við skiljum afstöðu rektors en erum kannski ekki með bros á vör“ Komi til verkfalls SFR mun hefðbundin kennsla að mestu lamast í Háskóla Íslands. 12. október 2015 16:52
Skellt í lás í Háskóla Íslands Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar. 7. október 2015 14:56